2.10.2019 | 18:00
Putin getur það, en Mendes-France ekki. Rauðvínsrauðu augun.
Líklega var Pierre Mendes-France fyrsti ráðamaðurinn í nútíma ríki, sem skar opinberlega upp herör gegn áfengisdrykkju.
Hann var forsætisráðherra Frakka 1954-55 og réðist í tvö erfið verkefni: Að binda enda á stríðið í Víetnam og draga franska herinn þaðan, og minnka víndrykkju Frakka, sem þá var sú langmesta í heimi.
Að vísu tókst fyrra ætlunarverkið að hluta til í bili, en hið síðara varð M-F ofviða, enda var valdtíð hans stutt og samsteypustjórn hans veik.
Mendes-France hafði alls staðar mjólk um hönd í stað víns, hvar sem hann fékk einhverju ráðið um veitingarnar og hélt sjálfur eins oft á mjólkurglasi og honum var unnt.
En allt kom fyrir ekki.
Nú virðist Putin hafa náð meiri árangri hjá þjóð, sem hefur lengi verið í vandræðum með vínið, enda hefur Putin haft miklu meiri og langvinnari völd en Mendes-France hafði.
P. S. Í athugasemdum má sjá hvað átt er við í fyrirsögn pistilsins með orðunum: "Rauðvínsrauðu augun."
43% samdráttur í áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frakkar drekka létt vín (borðvín)sem eru þetta 12-13%. Rússar hinsvegar vodka, 40-45%.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.10.2019 kl. 19:40
Mjólk er fyrir kálfa!
En að öll gamni slepptu þá mun Pútín fljótt missa völdin ef hann heldur áfengi of dýru.
El Acróbata (IP-tala skráð) 2.10.2019 kl. 21:01
Áfengisneysla Frakka var ekki mæld í lítrum heldur áfengismagninu sjálfu og var alveg ótrúlega há tala. Ég kynntist hluta af vandanum 1982 þegar við Jón fórum á fund manns í París, sem var tengiliður okkar við Renault verksmiðjurnar.
Fram að því hafði verið afar erfitt að ná símasambandi við manninn, en þegar ég sagði Albert Guðmundssyni frá því, spurði hann: Hvenær dagsins hringirðu?
Eftir hádegi svaraði ég. Klukkan er á undan í Frakklandi og hringdu strax og hann á að vera kominn í vinnu.
Eftir þetta náði ég alltaf sambandi við hann.
Svo fórum við á fund hans skömmu fyrir hádegi, og hann bauð okkur að koma með sér á flottan veitingastað skammt frá í hádegisverð.
Þegar við komum til baka var hann ansi rauðeygður og datt fljótlega sofandi fram á borðið.
Ómar Ragnarsson, 2.10.2019 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.