2.10.2019 | 23:56
Tók áhættu á hverri grind og tapaði.
Svo er afburða myndatökutækni fyrir að þakka, að frá ákveðnu sjónarhorni framan frá mátti sjá að Ólympíumeistarinn nánast strauk hverja grind á meðan sigurvegarinn fór yfir grindurnar með nokkurra sentimetra fríhæð.
Grindahlaup er gríðarleg nákvæmnisgrein þar sem fyrirfram margæfður skrefafjöldi og skreflengd verður að ganga upp og búa til rytma, sem verður að vera jafn og fljótandi alla leið.
Jafnframt verður að forðast að eyða krafti í að fara of hátt yfir grindurnar, heldur smjúga yfir þær í lágmarkshæð og með fullkominni, nánast fimleikakenndri heildarhreyfingu jafnframt því sem ekkert eitt skref má vera of langt eða of stutt.
Ólympíumeistarinn vissi, að hann var að etja kappi við keppinaut, sem hafði verið fljótari fram að þessu í sumar og að það myndi muna um hvern sentimetra sem hann gæti grætt með meira nákvæmnishlaupi en nokkur annar.
Að smjúga í eins sentimetra hæð yfir grindurnar í stað fimm sentimetra kostaði að vísu aðeins meiri áhættu en hún myndi borga sig.
Síðan fór hann eina af síðustu grindunum svo lágt, að hann snerti hana með hælnum á vinstri fætinum, sem hann dró á eftir sér, og tapaði þannig rytmanum, að hann rakst líka á næstu grind með fremri fætinum.
Ólympíumeistarinn datt í úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.