Skýrt dæmi um hlýnun með ýmsum afleiðingum.

Það, að Hálslón sé orðið fullt af dökkbrúnu aurvatn sínu í ágústbyrjun er afar skýrt dæmi um mun hlýrra veðurfar en í meðalári, því að í áætlununum um vatnsbúskapinn þarna var gert ráð fyrir að lónið fylltist ekki fyrr en í september.

Hálslón fullt.

En þetta gildir um fleira en vatnsmagnið, því að það blasir við þeim, sem hafa verið þarna árlega á ferli í meira en tvo áratugi, að aurburður jökulánna í lónið er miklu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. 

Það þýðir að lónstæðið mun fyllast af auri miklu fyrr en ráð var fyrir gert, og þetta kom meira að segja glögglega í ljós strax á fyrstu tveimur árum lónsins 2008 og 2009. Hálslón, leirfok, Kárahnjúkur

Í mati á umhverfisáhrifum var gert ráð fyrir að gljúfur Kringilsár fylltist upp fyrir Töfrafoss á einni öld, en strax vorið 2009 var þetta meira en hundrað metra djúpa gljúfur orðið sléttfullt af flötum, þurrum jökulleir. 

Einnig varð ljóst að framburður Kringilsár var jafnvel meiri en hinn frægi aurburður Jöklu, vegna þess að framburður Kringilsár er gráleitur en framburður Jöklu meira brúnleitur. 

En framburður ánna hvorrar fyrir sig var aldrei mældur í aðdraganda virkjunarinnar. 

Af stórauknum framburði má ráða, að lónstæðið verði fyllast af auri miklu fyrr en spáð var og lónið þar með missa miðlunargetu sína mun fyrr en spáð var. Hálslón. Landsvirkjun

Gert var ráð fyrir tíu milljón tonna nýrri viðbót aurs á hverju einasta ári, en talan er augljóslega miklu hærri, jafnframt því sem Brúarjökull minnkar jafnt og þétt. 

Á teiknuðum myndum Landsvirkjunar fyrir virkjun var Hálslón sýnt kristaltært, svo að sást til botns, en hið sanna er að þetta er frekar stærsti drullupollur Evrópu heldur tært stöðuvatn og skyggnið í lóninu neðan vatnsborðs aðeins um tíu sentimetrar í efstu lögum þess, þar sem skyggnið er þó skást. 

Hinn dökkbrúni litur lónsins segir sína sögu. 

 

 

 


mbl.is Öll miðlunarlón á hálendinu full
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

ÉG VEIT EKKI TIL ÞESS AÐ NOKKUR MAÐUR AFNEITI HLÝNUN EN HINS VEGAR DEILA MENN UM ORSAKIRNAR ég er sannfærður um að þetta bull um hlýnun af mannavöldum sé mesta "bull" sem til er.  Eins og vitað er þá standa yfir "pólskipti", það er mikið flakk á segulpólnum og þessa stundina er hann norður af Síberíu, þar er byrjaður að myndast jökull en það er talið að Segulpóllinn endi í Indlandshafi, EF SVO VERÐUR ÞÝÐIR ÞAÐ EKKERT ANNAÐ EN ÞAÐ AÐ STÓRIR HLUTAR AF ASÍU VERÐA ÓBYGGILEGIR.  Það verður erfiðara fyrir Íslendinga að bregðast við flóttamannastraumnum frá Asíu þegar verður búið að eyða mörgum milljörðum í að moka ofan í skurði.  Þegar kólnar svona mikið á einu svæði er ekki óeðlilegt að hlýni á öðrum........

Jóhann Elíasson, 9.10.2019 kl. 09:25

2 identicon

er ekki að verða skortur á sandi má ekki gæða svolítið á þessu ef ómar þykir þetta mikið ætti hann að sjá hagavatn í stuði. hvað með þessi lón kom á óvart þetta eru jökulár. góðu fréttirnar með virkjun þjórsár er að aurburður hefur minkað við ósa hvítár enda eru sandkeilurnar þar að græðast upp. eflaust hefur kárahnjúkavirkjun góð áhrif á fisk neðar í ánni 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.10.2019 kl. 11:06

3 identicon

Eftirtektarvert hvað margir rugludallar á skerinu þykjast vera sérfræðingar í loftslagsvísindum. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2019 kl. 11:58

4 identicon

Jóhann er verstur, menn sem skrifa í hástöfum eru menn sem lítið mark er takandi á. Það eru engar deilur um orsakir hlýnunnar nema í hausnum á Jóhanni og öðrum af hans sauðahúsi.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2019 kl. 13:15

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afneitunin er ekki aðeins varðandi áhrif aðgerða manna, heldur hafa þeir hamast árum saman við það að fullyrða að loftslag fari kólnandi og jöklar hækkandi og vaxandi. 

Ómar Ragnarsson, 9.10.2019 kl. 16:46

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað ætli sé langt í að Valgerðarvilpa verði orðin full af drullu?

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2019 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband