Nú er bara að bæta um betur!

Síðuhafi hefur stundum sagt, að ef einhver snillingur fyndi upp flutning á raforku, sem krefðist ekki rafmagnsleiðslu, væri hægt að hugsa sér að sá hinn sami mætti hagnast vel á slíkri uppfinningu. 

Svipað mætti segja um geymslu raforkunnar, sem hefur verið og er enn helsti Akkilesarhæll rafknúinna tækja, því þyngdarmunurinn á orkuberanum í formi rafhlöðu er margfaldur á við eldsneyti, krefst 8-20 sinnum meiri þyngdar en geymsla orku í eldsneytisgeymi, allt eftir því hvernig slíkt er reiknað út. 

Ef litið er yfir núverandi úrval af rafbílum sést, að enginn þeirra, sem bjóða upp á 60 kílóvattstunda orku eða meira, er léttari en um 1700 kíló. Opel Ampera-e

Þess vegna eru Nóbelsverðlaunahafarnir, sem fundu upp lítíumíón rafhlöðuna vel að verðlaununum komnir. 

Úr því að þetta er tiltölulega ný uppfinning er ekkert fráleitt að viðra þá von að hægt verði að bæta um betur. 

97 ára gamli verðlaunahafinn er sennilega að falla í tíma með það, en eitt af því sem er oft svo erfitt að spá fyrir um, eru sviptingarnar, sem tækniframfarir á öllum sviðum valda í lífi nútímamanna.    

 


mbl.is Rafhlöðusmiðir fá Nóbelsverðlaun í efnafræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband