Gegn furðulegri kröfu um mengandi gjaldeyrisfreka orkugjafa.

Það hefur mætt mikið á Guðmundi Inga Guðbrandssyni í umhverfismálunum við innleiðingu ráðstafana, sem geta tryggt sem bestan framgang óhjákvæmilegra orkuskipta og því full ástæða til að óska honum til hamingju með skrefið sem hann tekur nú og óska honum góðs gengis á vettvangi stjórnmálanna. 

Því að andstaðan gegn orkuskiptunum er furðu hörð og nýjasta dæmið er sú krafa, að vegna þess að 10-20 þúsund tonna af útblæstri Kötlu á dag, sem enginn geti ráðið við, beri okkur að hætta við allar ráðstafanir við að minnka útblásturinn hér á landi. 

Þarna eru notuð hin margnotuðu rök sem byggjast á orðunum "hvort eð er", svo sem að vegna þess að íslensk náttúra muni hvort eð er breyta svo miklu í íslensku landslagi, eigi ekki að hafa neinar hömlur á því hvernig við förum með hana. 

Nú er það Katla sem "hvort eð er" dælir út 20 þúsund tonnum af groðurhúsalofttegundum á dag. 

Svo vill til að íslenski bílaflotinn sleppir líka út um 20 þúsund tonnum af co2 á dag, en munurinn á því og Kötlu er sá, að við getum hætt við þessa útdælingu bílaflotans, sem er hrein viðbót við útblástur Kötlu sem hefur staðið aldir og árþúsundir. 

Krafan um áframhaldandi útblástur samgönguflotans er hliðstæður því að þess hefði verið krafist á síðari hluta 20. aldarinnar að hætta við allar hinar dýru aðgerðir við að minnka útblástur kola og olíu við húshitun af því að þær væru alltof kostnaðarsammar, af því að Katla blési hvort eð er út 20 þúsund tonnum á dag og að þess vegna ættum við bara að halda áfram að hita upp með kolum og olíu.  

Krafan um enga breytingu á bílaflotanum heldur áframhaldandi mengandi útblástur felur í sér kröfu um áframhaldandi tuga milljarða árleg gjaldeyrisútgjöld vegna olíukaupa. 


mbl.is Guðmundur Ingi nýr varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef enn ekki heyrt neinn útskýra hvernig öll eldfjöll jarðar stilla sig af í þessu mengunar-homeostasis sem þið umhverfissinnarnir virðast gera ráð fyrir af þeim.

Svo er ég ekkert of viss um að orkuskiftin stuðli að eitthvað minni mengun heldur.  Það er ekki eins og sú tækni verði bara til úr engu.  Og hún er dýr, meira að segja alveg rán-dýr.

Nema þið viljið meina að allt þetta skattfé sem er tekið af olíu sé allt sent beint úr landi milliliðalaust líka?  Með skattinum sem er tekinn af eldsneytisknúnum ökutækjum.

(Já, það þarf auðveldlega greindarvísitölu uppá að minnsta kosti 90 til að fatta þetta.  Ég veit.)

Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2019 kl. 00:30

2 identicon

eitthvað þarf til að flytja inn meigunrfrýja vörur fæst af þeim er framleitt hérlendis skildi mengunarfrýja varan vera minna meingandi þegar allir flutningarnir eru reiknaðir inní og og allur jarðvegur sem snefilefnin eru unnin úr sé reiknaður inní dæmið 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.10.2019 kl. 06:50

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú ert stóra skekkju í tölunum um bílana Ómar. Allt bílaledsneytið eru kannski 400.000.000  lítrar á ári og verða að 920.000 tonnum af CO2 sem er ca.15 % af heildalosun Íslwendinga fyrir utan Kötlu .En öll losun Íslendinga með öllu sínu brölti yfir árið er sama magn og stígur upp úr Kötlu. Og þá eri til dæmis Holuhraunið, Askja, Ejafjallajökull,Hekla  og Mið Atlantzhafshryggurinn eftir.

Halldór Jónsson, 20.10.2019 kl. 14:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú er nýtt deiluefni í uppsiglingu.  Það varðar gæludýrin (hunda og ketti).  Hvað kosta þau í uppihaldi og tilveru?  Eru þau þurftarfrekari en heimilisbíllinn?

Kolbrún Hilmars, 20.10.2019 kl. 14:43

5 identicon

Eftirtektarvert hvað margir innbyggjar afneita vísindum. Er þetta barnalegur pólitískur rétttrúnaður frekar en skortur á þekkingu og menntun?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2019 kl. 15:57

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meðallosun hvers hinna rúmlega 200 þúsund bíla okkar er 200 grömm á kílómetra. 

Meðaðakstur 15 þúsund kílómetrar á ári eða um 50 kílómetrar á dag. 

Og enn einu sinni fæst ekki svar við því af hverju það er rangt að spara gjaldeyriseyðslu vegna innflutts jarðefnaeldsneyttis og nota okkar eigið eldsneyti. 

Ómar Ragnarsson, 20.10.2019 kl. 16:30

7 identicon

Ómar (16:30) Og þessi 200 grömm á hvern kílómeter samsvara rúmlega 200 lítrum af CO2. Og það sinnum 200 þúsund.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2019 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband