Það þarf að endurskoða regluverk rafhjóla.

Eins og í svo mörgu tókum við Íslendingar regluverk ESB (EES) varðandi rafhjól hrátt upp þótt augljósar mótsagnir blöstu við. Náttfari, Léttir og RAF

Þegar síðuhafi gluggaði í regluverkið hjá einstökum þjóðum kom í ljós að ýmsar þjóðir höfðu aðrar og oftast skynsamlegri reglur í einstökum atriðum. 

Lítum á hraðatakmörkin. Þau eru 25 km/klst en í nokkrum löndum eru þau 30 eða 35. Í Bandaríkjunum 32 km/klst (20 mílur). 

Í Danmörku eru mörkin 30 km/klst, sem er miklu öruggari hraði fyrir hjólin á götum þar sem er er 30 km hámarkshraði heldur en ef hjólin þvælast fyrir bílunum ef þau eru á einstaka stað utan hjólastíga eða gangstétta.Znen vespuhjól, tvö 

Hér á landi er hámarks leyfilegt afl rafhjóla 250 kílóvött. Þetta kemur kannski ekki að sök á flatlendi og í borgum eins og Kaupmannahöfn, en hér á landi þýðir þetta, að hjólreiðamaðurinn verður að stíga sjálfur af fullu afli og lötra upp brattar brekkur eins og norðan við Gullinbrú og á leiðinni frá Smáranum til norðurs. 

Ef aflið er 500 vött verður hraðinn á hjólaleiðinni jafnari, sem virkar hvetjandi fyrir þessa tegund samgöngutækis.  

Í sumum löndum eru leyfð 350 wött og jafnvel 500 vött, sem gerir gæfumun án þess að það breyti hámarkshraðanum. 

Það er enn hlálegra en ella að hafa takmarkið aðeins 250 wött á rafreiðhjóli sem er rúmlega 20 kíló á þyngd þegar þess er gætt, að á vespurafhjóli, sem er þrefalt þyngra og veldur því mun meira höggi við árekstur, 60-70 kíló, er leyfilegt að hafa 350 wött!

Og á 90 kílóa þungum bensínvespum er aflið líklega í kringum minnst 700 vött!

Bannað er að hafa handstýrða aflgjöf á rafreiðhjólum en það hins vegar leyft á þrefalt þyngri vespurafhjólum og fjórfalt þyngri bensínknúnum hjólum!  Þetta er rökstutt með því að rafknúnu og bensínknúnu vespuhjólin séu svo þung, að það sé ekki hægt að stíga þau áfram með fótum. 

Í Ameríku er að sjálfsögðu leyfilegt að hafa handgjöf á öllum rafhjólum og vélhjólum.

Rafreiðhjól síðuhafa,, sem skolaðist til hans fyrir hreina tilviljun, er með möguleika á fótstigi eingöngu, blöndu af fótstigi og handgjöf (pedelec) eða með handgjöf eingöngu. 

Þetta gefur hámarks þægindi í að skipuleggja hverja hjólaferð, til dæmis á þann hátt að spara fæturna síðustu fimm mínútur ferðarinnar til að koma í veg fyrir að mæta sveittur í vinnuna eða á fundinn.  

Nú eru Danir að pæla í að hafa hjálmaskyldu á rafhlaupahjólum á sama tíma og hér á landi hefur verið mikil og furðuleg andstaða gegn slíkri skyldu á reiðhjólum og léttustu bifhjólunum. Á myndinni má sjá menn, sem hafa unnið við að hanna lítinn tveggja manna borgarbíl, Microlino, sem hægt er að leggja þversum í stæði, en höfðu áður hannað og framleitt létt rafhlaupahjól, sem hægt er að hafa með sér í bílnum. 

ÝmislegtMicrolino fleira mættti nefna, en þetta látið nægja. 

 


mbl.is Vill reglur um rafhlaupahjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bensínvespa 50 cc er 2,4 Kw og sé hún 125 cc er hún 9 Kw.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 21.10.2019 kl. 17:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þær bensínvespur 50 cc sem eru 2,4 kw, fá að hafa fullt afl og að ná 45 kílómetra hraða, tryggðar og skráðar, og eru því ekki gjaldgengar í flokki 25 km/klst ótryggðra og óskráðra nema að hraðinn sé með tölvustýringu bundinn við 25 km hámarkshraða. 

Þar með næst hvergi nærri ekki fullt afl út úr 50 cc hreyflunum og verður að gisika á hvert hámarksaflið sé. 

Ómar Ragnarsson, 21.10.2019 kl. 19:54

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þetta er tómur misskilningur hjá þér Ómar. Reglurnar eru afar vandaðar og góðar. Það má alveg vera með kraftmeiri hjól en 250W en þau flokkast ekki sem reiðhjól heldur létt bifhjól og þurfa að vera skráð, en ekki þarf að tryggja þau og þau mega ekki vera á göngustígunum. Það er eðlilegt, því kraftmeiri hjól en 250W eiga ekki samleið með gangandi fólki. Ég fer oft þessa brekku við Gullinbrú á löglegu 250W hjóli og það fer létt með hana. Ég hef farið nokkuð víða um borgina og aldrei haft þá tilfinningu að þurfa meiri kraft, þvert á móti.

Ég er sannfærður um að mikil vinna hefur verið lögð í að gera þessar reglur vel úr garði.

Sveinn R. Pálsson, 21.10.2019 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband