Hjólastuldafaraldur, - en er hálfrar milljón króna hjól "rándýrt"?

Í sumar hefur staðið yfir mikill hjólsstuldafaraldur, sem er áhyggjuefni, en sérkennilegr verðmat kemur fram í þeim orðum í frétt, að "rándýru" hjóli hafi verið stolið úr bílskúr.Hjólreiðar Geirsnefi

Ef þess er gætt hvert notagildi reiðhjóla, rafhjóla og bifhjóla er, er 500 þúsund króna fjárfesting í farartæki, sem flytur einn mann úr stað á ódýrasta og einfaldastan hátt í borgarumferð, ekkert dýr, því að í meðal einkabíl í borgarumferðinni er aðeins 1,1 maður, og enginn nýr bíll er á markaði, sem kostar minna en 1800 þúsund krónur. 

Á vélhjólamarkaðnum er hægt að kaupa spánnýtt og ónotað "vespu"vélhjól með 110cc - 125 cc mótor, og nær 80-90 kílómetra hraða, fyrir 350-450 þúsund krónur.Náttfari og Léttir

Nefna má hjól eins og Znen f10 Fantazy á 340 þús og kemst á 80 km hraða og Honda Vision, Suzuki Adress og Yamaha Delight á um 400 - 500 þúsund, komast á 90 km hraða og eru ekki nema 100 kíló á þyngd. 

Einum klassa fyrir ofan þau eru aðeins stærri 130 kílóa 125 cc hjól sem ná í kringum 100 km hraða og kosta um 450-700 þúsund krónur. Nefna má Honda PCX og SH 125, Kawasaki J125, Suzuki Burgman 125 og Yamaha NMax. 

Það sést vel í auglýsingum að reiðhjól og rafreiðhjól kosta mörg hver nokkur hundruð þúsund krónur. 

Það er ekkert rándýrt við það á þegar þess er gætt hvað kröfurnar til slíkra hjóla og búnaðar þeirra hafa vaxið jafnt og þétt. Léttfeti og Léttir.

Til dæmis hafa diskahemlar að framan og aftan orðið að stöðluðum búnaði á flestum reiðhjólum og rafreiðhjólum.  


mbl.is Rándýru hjóli stolið úr bílskúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband