28.10.2019 | 00:22
40 ára gömul spurning frá upphafi farsíma: Trufla þeir flugið?
Þegar fyrstu stóru og þungu farsímarnir voru teknir með í flug fyrir fjórum árarugum, var talað um að ekki mætti nota þá um borð í flugvélum.
Þegar þáverandi stjórnendur símans voru spurðir um ástæðu þessa, varð tregt um svör og þannig hefur það verið síðan.
Og mikið óskaplega virðumst vera orðin háð þessu tæki.
Þegar málið er rætt skín í gegn hve hve agalegt það sé fyrir okkur að mega ekki djöflast í snjallsímunum hvar sem er og hvenæar sem er.
Í tengri frétt er sagt frá því hvað "óþægilegt" mörgum þyki að geta ekki legið í símanum í flugferðum.
Bíðum nú hæg; er þetta tæki orðið að svo miklum alvaldi í lífi okkar, að það hafi forgang á allt annað?
Svo virðist vera ef marka má hin tíðu og slæmu slys, sem verða vegna notkunar þeirra við akstur bíla og við ótal annað, sem fólk er að gera.
"Var að teygja sig niður til að reyna að ná í farsíma, sem hafði dottið í gólfið" er ritað í eina skýrsluna yfir alvarlegan árekstur, sem varð vegna þess að bílstjórinn, sem hafði misst símann, ók þvert í veg fyrir umferðina á móti á meðan hann var að reyna að "bjarga" farsímanum frá því að liggja á gólfinu.
Á einum þeirra vegarkafla, þar sem einna flest alvarleg slys hafa orðið í vegakerfinu, hafa tvö þeirra að minnsta kosti orðið vegna forgangsins sem snjallsímarnir hafa áunnið sér.
Og nú er svo komið að allt vegakerfið eins og það leggur sig er orðið að einni risastórri svartri klessu í stað svartblettanna, sem fyrrum voru í varasömum beygjum.
Lestur af snjallsímum og skjám nýtur ekki aðeins forgangs í bílum og flugvélum, heldur einnig hjá hjólreiðafólki og göngufólki á hjólastígum og gangstígum.
Síðuhafi axlarbrotnaði í upphafi þessa árs vegna þess að á dýrasta og besta hjólastíg landsins mætti hann á hjóli sínu öðru hjóli þar sem hjólreiðamaðurinn starði niður fyrir sig til að reyna að lesa af skjá og sveigði snögglega og fyrirvaralaust yfir á rangan helming stígsins.
Þarf að slökkva á símanum í flugi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.