29.10.2019 | 00:00
Sérstaða Íslands: Eyja, 1300 kílómetra frá meginlandi.
Enn einu sinni kemur upp atvik, sem leiðir óhjákvæmilega hugann að því kæruleysi, sem er landlægt hér varðandi alþjóðaflugvelli þess útskers, sem Ísland er, miðað við önnur lönd.
Í flestum löndum Evrópu eru stuttar vegalengdir á milli stórra alþjóðaflugvalla, sums staðar hægt að velja úr meia en tíu góðum flugvöllum í minna en hálftíma fjarlægð.
Hér á landi er vegalengdin um 1300 kílómetrar til flugvalla í Skotlandi og Noregi, klukkustundar lengra flug en hér á landi til hinna íslensku alþjóðaflugvalla, sem eru í raun ekki nógu góðir.
Í raun er ekki hægt að tala um nema einn almennilegan alþjóðaflugvöll hér á landi og vegna þess hve berskjaldaður hann er fyrir slæmum flugveðurskilyrðum, er bagalegt að hann skuli ekki eiga sér jafnoka hér á landi.
Á Akureyri er skortur á flugvélastæðum, og þarf tiltölulega lítið til að völlurinn verði ónothæfur af þeim sökum. Auk þess eru aðflugsskilyrði erfið.
Egilsstaðaflugvöllur er sama marki brenndur auk þess að vera með hættulega stutta flugbraut.
Fáránlegt er hvernig tún við syðri brautarendann hefur forgang fram yfir svona mikilvægt samgöngumannvirki og takmarkar notagildið í lendingu úr suðri, vegna þess að þjóðvegurinn með ljósastaurum sínum hefur ekki verið færður til.
Ofan á þetta er síðan sótt að Reykjavíkurflugvelli sem hefur þann dýrmæta kost að þangað er hiindranalaust og stutt flug frá Keflavík, sem stundum er lokaður vegna veðurs á sama tíma sem veðurskilyrði eru betri í Reykjavík.
Tæknilega væri auðvelt að lengja austur-vestur brautina 13/31 á Reykjavíkurflugvelli svo að að allar þotur geti gripið til hans ef í nauðirnar ræki.
Hvað gerist ef Keflavíkurflugvöllur lokast á versta hátt; flugvél sem hlekkst hefur á og er óhreyfanleg á brautarmótum?
Segir vélina hafa haft nægt eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Egilsstaðaflugvöllur sama marki brenndur ? Já - nema að því leyti að þar eru aðflugsskilyrði þokkalega góð.
Þann flugvöll er hægt að stækka.
Þórhallur Pálsson, 29.10.2019 kl. 11:08
Ómar, en hvað með Húsavík? HZK/BIHU. Hefur þú kannski aldrei lent þar?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 11:35
Rétt mælir þú Ómar enda hokinn af flugreynslu.
Okkar ráðamenn eru hinsvega svo ótrúlega staðir í öllu sem til framfara horfir og nauðsyn ber til að maður skilur það hreint ekki.
Halldór Jónsson, 29.10.2019 kl. 13:41
Er engin takmörk fyrir því hvað þú getur spurt fávíslega Haukur hinn hámenntaði? Nei annars, þú ert líklega að gera gys að okkur Ómari.
Halldór Jónsson, 29.10.2019 kl. 13:42
Meðan ekki er gert neitt í því að kippa málum í lag á þeim tveimur alþjóðaflugvöllum sem þó eru komnir úti á landi, breytir engu þótt Húsavíkurflugvelli verði bætt við, þar sem mest átak myndi þurfa.
Ómar Ragnarsson, 29.10.2019 kl. 18:26
Aðflugsskylirði eru erfið á Akureyri og á Egilsstöðum, skrifar þú. Hef lent á þessum flugvöllum, sem og á á Húsavík, IFR við "minimum." Hjá mér yrði Húsavík frir valinu sem varaflugvöllur fyrir KEF. Lengja þyrfti brautina auðvitað og setja upp ILS.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 18:48
Einkennilegt að tala um léleg aðflugsskilirði á EGS en mæra um leið 13-31 brautina í RVK. Með Öskjuhlíð við endan. Tæknilega er hægt að lengja EGS til suðurs og bæta við tveim brautum. Þar er sama vandamál og í rvk, það þarf að semja við landeigendur um nýtingu eða kaup á landinu sem fer undir brautirnar
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.10.2019 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.