Afganistan minnir ískyggilega á Víetnam og Dresden.

Allt fram á 20. öld hafði þróast einskonar riddaramennska í stríðsrekstri, sem endurspeglaðist í lokin í starfsemi Rauða krossins og svonefndum Genfarsáttmála um hernað. 

Í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar voru ákvæði Genfarsáttmálans að mestu virt á vesturvígstöðvunum snemmsumars 1940, en svo nefnd Refsiárás nasista á Belgrad þar sem 17 þúsund manns fórust, getur vart flokkast sem annað en stríðsglæpur. 

Hitler nýtti sér það að Sovétmenn voru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum og því varð mannfallið á austurvígstöðvunum 1941-1944 tífalt meira en hafði verið á vesturvígstöðvunum og grimmdin óskapleg, að ekki sé minnst á skipulega útrýmingu 6 milljón Gyðinga. 

Aðstæður í Víetnamstríðinu, þar sem háð var skelfileg blanda af skæruhernaði og hefðbundnum hernaði kölluðu fram það versta í hernaði. 

Og lýsingar á hernaðinum í Afganistan bera ískyggilegan keimm af hryllingnum í Víetnam. 

Loftárásin á Dresden í upphafi árs 1945 getur vart skoðast sem annað en stríðsglæpur. 

1943 voru meira en 40 þúsund manns drepnir í ægilegri loftárás á Hamborg, sem var í raun fyrsta ígildi kjarnorkuárásar í styrjaldarsögunni hvað snerti eyðingarmátt og mannfall. 

Slíkar stórárásir stríðsins á báða bóga voru oft réttlættar með því að hvert einasta smáfyrirtæki á borð við saumastofu eða verksæði í borgunum féllu undir skilgreininguna hernaðarframleiðsla.  


mbl.is Stunduðu árásir með hjálp CIA sem jafnast á við stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband