"Stórsigur" Trumps?

Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað fullyrðingarnar um meinta snilli hans alla ævi. 

Að hans sögn vann hann frækinn sigur í öllum málaferlunum, sem hann hann stóð í vegna sinna mörgu gjaldþrota. 

Nýjasta snilldin á að vera að hann hafi staðið við kosningaloforðin um draga Bandaríkin út úr stríðsrekstri í Sýrland, tryggja aðgang Kana að olíulindum og tryggja velferð Kúrda. 

Hvað Kúrda varðar blasir hið  gagnstæða við eins og ágætlega sést á frásögn tveggja Kúrda frá héraði í Norður-Írak, sem byggja sýn sína á stöðu Kúrda á aldar langri sögu kúgunar og tilrauna til útrýmingar Kúrda, sem síðasta útspilið, að Tyrkir hernema svæði þeirra í Sýrlandi, sé aðeins framhald af. 


mbl.is „Ekkert annað en þjóðarmorð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kúrdar og Tyrkir búnir að vera drepa hvorn annan í átatugi ef ekki hundruði svo hvað finnst þér eiginlega að bandaríkjamenn eigi að vera þarna á milli þeirra lengi?

En sumt fólk fær friðþægingu við að kenna Trump um allt sem miður fer í heiminum

Grímur (IP-tala skráð) 2.11.2019 kl. 17:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Efni pistilsins er aðeins það, að rétt eins og forsetarnir á undan honum gerðu illt ástand í Miðausturlöndum verra allt frá innrásinni í Írak 2003 og beinni hernaðarlegri þátttöku í svokölluðu Arabísku vori, fer því víðs fjarri að gort Trumps um endanlegan sigur stefnu hans í þágu réttlætis og friðar eigi neina stoð í veruleikanum. 

Ómar Ragnarsson, 2.11.2019 kl. 21:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað sem mönnum nú þykir um Trump, þá getum við báðir fallist á að fáir ef nokkur forseti hefur haldið jafn friðsama embættistíð. Hann forðast að hleypa deilum við rússa í átök þrátt fyrir þrýsting, sama ma segja um afganistan, n kóreu, sýrland og ekki síst Íran sem stríðsmaskínan í usa vill ólm hleypa í bál og brand. Hann hefur staðið fastur gegn stríðsrekstri og vil hafa afskipti usa sem minnst. Fyrir það er honum bölvað af vinstri pressunni og demókrötum.

Kannski hefur hann misreiknað sig með hlutlausa svæðið í sýrlandi og treyst því um of að Tyrkir stæðu við orð sín. Hann hefur samt heitið því að ef þeir haldi sig ekki á mottunni, þá muni hann steypa á þá þungu viðskiptabanni. Namdaríkin voru nýlega að viðurkenna þjóðarmorð þeirra á Armenum, sem er ekki lítil áminning. Rétt væri að þú spyrðir að leikslokum. 

Það er annars í tisku að hata persónuna Trump þrátt fyrir mestu efnahagsframfarir og friðartíma í usa í áratugi.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2019 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband