Sú var tíð, sem menn héldu að kæmi aldrei aftur.

Sú var tíð að ógnaröld öfga óð uppi í Þýskalandi þegar sveitir öfgamanna nasista og kommúnista tókust á með vopnavaldi á götunum, gyðingar voru ofsóttir og alþjóðlegri samvinnu í þágu friðar var hafnað af þessum öfgaöflum. 

Uppgangur þessara afla stóð frá 1930 og allt til heimsstyrjaldarloka 1945, en þá hrundi einveldisstjórn og þjóðfélag nasista til grunna í rústum þýskra borga.

Við tók tímabil, þar sem reynt var að læra af þessum ósköpum á alþjóðavettvangi og tryggja, að aldrei aftur skyldu slík ógnaröfl fá að ná fótfestu. 

En tæpri öld síðar, þegar þeir, sem muna hina hörmulegu tíma eru að hverfa í haf hinna gengnu, gerist það, sem engan óraði fyrir, að öfga- og ógnaröflin rísa eins og draugar upp af gröfum milljónatuganna, sem fórust í tortímingareldinum forðum, og hika meira að segja ekki við að taka beint upp nasisma, fasisma og aðrar haturs- og helstefnur, sem menn héldu að gætu aldrei aftur brotist til áhrifa og vald. 

Skýringin á því hve vel nasisma og fasisma gengur að ná fótfestu kann að hluta til að liggja í því hve langt er síðan hrun þessara hel- og hatursstefna varð. Kommúnisminn hrundi í Evrópu 45 árum síðar, og þarf kannski einhvern lengri gleymskutíma til að rísa upp úr gröf sinni. 

 


mbl.is Lýsa yfir neyðarástandi vegna hægri öfgaafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Úr Biblíunni er prédikað enn í dag að Gyðingar eigi að þjást meira en aðrir. Á eftir er klykkt út með að lögfræðingar skulu halda sig til hlés. Kirkjan hefur gríðarlegt vald og áhrif í Þýskalandi og á vesturlöndum. Dropinn holar steininn. Pólitíkin óvægin og yfirþyrmandi. 

Sigurður Antonsson, 3.11.2019 kl. 01:03

2 identicon

Ekki afskrifa kómmúnisman.

Fjölmargar breskar fjölskyldur haf undirbúið að flýja Bretland verði kosningarúrslitin 12 des kommúnismanum hagstæð. Örugglega munu vinsælar hljómsveitir og þekktir íþróttamenn fylgja í kjölfarið líkt og á árum áður.

Grímur (IP-tala skráð) 3.11.2019 kl. 07:14

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ágæti Ómar, hver er eiginlega tilgangurinn með því að spyrða kommúnisma við nasisma? Þetta er mjög ósmekklegt og sýnir takmarkaðan skilning á sögunni. Meðan nasisminn leiddi til skipulegrar útrýmingar gyðinga, fór engin skipulögð útrýming stað í Sovétinu, sem hins vegar fórnuðu óhemjumörgum mannslífum við að berjast gegn óværu þeirri sem nasisminn var. En kerfi sem hugsa fyrir fólkið úrkynjast ávallt fljótt og þess vegna fékk rotnaði Sovétið eins og öll alræðiskerfi. En þú verðu hins vegar að muna, að fólk sem barðist með þjóðverjum gegn Rússum og fólk sem tók þátt í gyðingaútrýmingu með þjóðverjum, áttu helst á hættu að vera sent í Gúlögin. En þegar ofsóknaræði alræðisstefnunnar fór að aukast undir fasistanum Stalín var einnig farið að senda gyðinga í fangabúðir, því í Rússlandi höfðu menn EINS OG Í ÞÝSKALANDI, lengi gert gyðinga að blóraböggli lýðsins (undir rotinni kirkju). Gyðingahatur er ágætur mælikvarði á lýðræði. Þar sem það þrífst er lýðræðið í hættu. Vel má skipta orðinu gyðingar út í þessari jöfnu með orðinu "útlendingar".

FORNLEIFUR, 4.11.2019 kl. 09:06

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kommúnismi og Nasismi eru alræðis- og öfgastefnur. Í Þýskalandi voru það gyðingar sem lágu vel við höggi. Í Sovétríkjunum voru það sjálfseignarbændur.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.11.2019 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband