Eldsneytiseyðsla tengiltvinnbíla fer eftir eðli notkunar. Ekki gleyma léttum rafhjólum.

Það er vel að fella niður virðisaukaskatt af reiðhjólum, rafreiðhjólum og rafbílum og vetnibílum. Náttfari í snjó.

Síðan má ekki gleyma þeim hjólum, sem knúin eru rafmagni en fara hraðar en 25/km klst og þurfa því tryggingar og fleiri gjöld. 

Um tvinnbíla og tengiltvinnbíla gildi það að það fer alveg eftir eðli notkunar þeirra, hve mikið rafafl þeir nota. 

Sé slíkum bílum til dæmis ekið á þjóðvegahraða sparast nánast ekkert eldsneyti vegna þess að sprengihreyflarnir í þeim þurfa að sjá fyrir öflun nær alls afls á meðan.  

Rafaflið endist aðeins til um 35 kílómetra akstursvegalengdar á tengiltvinnbílunum. Honda Vision,tvær persónur

Það er að vísu mögulegt ef akstursvegalengdir hvers dags innanbæjar eru styttri en það, að hlaða bílinn sérstaklega fyrir hvern dag, en það er allur gangur á því. 

Tvinnbíla er ómögulegt að hlaða með aðfluttu rafmagni því að sprengihreyfillinn einn getur gefið bílnum orku. 

Auglýsingar um að rafaflið sé 50 prósent af tímanum, eru ekki raunhæfar, því að einu tölurnar, sem mark er á takandi í þeim efnum er hve miklu eldsneyti bíllinn eyðir á hverja hundrað kílómetra samkvæmt uppgefnum tölum þar um. 

Samkvæmt uppgefnum EU-eyðslutölum er eldsneytissparnaðurinn í besta falli um 20 prósent. 

Vegna hinnar miklu hagkvæmni léttra bifhjóla í A-1 125 cc flokki ætti að fella niður virðisaukaskatt á slík. Ekki einasta er eldsneytiseyðsla þeirra aðeins 2-3 lítrar á hundraðið, heldur eru þau allt að tíu sinnum ódýrari, 15 sinnum léttari og margfalt einfaldari en bílar. 

 

 


mbl.is Reiðhjól verði undanþegin virðisaukaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Baldursson

Vandamálið er að létt bifhjól menga meira en lítill bíll þrátt fyrir að þau eyði litlu. Eins og þú bendir réttilega á eru þau mun einfaldari en bílar og það eru vélarnar í þeim einnig og bruninn því mun ófullkomnari en í flóknari bilvél,

Það hefur meira að segja verið nefnt á Ítalíu að setja mengunarskatt á þessi hjól

Vilhjálmur Baldursson, 3.11.2019 kl. 18:51

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er alrangt hjá þér. Ég hef árum saman keypt vönduð yfirlitsrit, þýsk og dönsk, yfir vélhjólaúrvalið á markaðnum og þar sést greinilega að co2 útblástur hjóla eins þess, sem ég á, Honda PCX er meira en helmingi minni en hjá þeim bílum sem minnst blása út, allt niður í 40 grömm á km á hjólunum. 

PCX hjólið er meira að segja með start-stopp tækni sem lýsir sér í því að það er enginn sérstakur startari, og það er ákveðið sýningaratriði hjá mér að biðja um algera þögn þegar hjólið stendur kyrrt og fara síðan nær hljóðlaust af stað með því að hreyfa aflgjöfina eina. 

Þessi hjól eru með véltækni í hágæðaflokki, og má sem dæmi nefna Yamaha NMax og Honda Forza 125 cc, sem eru með 4 ventla yfirliggjandi kambás á sínum eina strokki, beina innspýtingu af fullkomnustu gerð og afkasta 15 hestöflum og 14 Nm úr aðeins 125 cc rúmtaki við 8500 snún/mínútu.

Ég hef skrifað yfirlit yfir eyðsluna á mínu hjóli við íslenskar aðstæður allt árið um allt land og er hún frá 2,2 upp í 2,5 lítra á hundraðíð á þjóðvegahraða. 

110 cc hjólin, svo sem Suzuki Address 110 og Honda Address 110 ná 95 kílómetra hraða á jafnsléttu og eru með uppgefna eyðslu 1,8 lítra á hundraðið, 0,3 lítrum minna en PCX hjólið mitt. 

Ómar Ragnarsson, 3.11.2019 kl. 22:31

3 Smámynd: Vilhjálmur Baldursson

Miðað við þyngd eyða og menga þessi hjól mikið

Hjólið þitt er skráð með 40,8 g/km og er um 130 Kg að eigin þyngd. Snúningshraði vélanna er mikið hærri en í bílvél og því slitnar vélin hraðar en bílvél og þá eykst mengunin hratt. Mengunarmælingar í stórborgum Ítalíu sína að þessi hjól menga að meðaltali meira en litlir bílar.

Bíllinn minn Toyota RAV4 sem er mikill sóði er með útblástur upp a 161 g/km en hann er líka 1.600 kg eigin þyngd og eyðir um 8,4 l/100 km.

Bíllinn minn tekur 5 mans, útblástur á hvern farþega er þar með 32,2 g/km og 1,68 l/100 km eyðslu á móti 40,8 g/km og 2,2 l/100 km fyrir hvern mann á hjóli eins og þínu.

Nú veit ég fullvel að ég er stundum en þó sjaldan einn í bílnum en oftast erum við tvö til þrjú. Á litlum bíl með tveim farþegum er eyðsla og mengun minni en að ferðast á tveimur hjólum.

Vilhjálmur Baldursson, 4.11.2019 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband