Þyngdin sígur í.

Flestir, sem komast nálægt því að ná líkamsþyngd, sem skilgreind er sem offita samkvæmt formúlu, sem um það gildir, kannast við það að finnast þessi aukalega þyngd skipta litlu máli, svo litlu að þeir finna jafnvel lítið sem ekkert fyrir henni. 

En til þess að átta sig á henni getur verið ágætt að kaupa til dæmis fjórar tveggja lítra gosflöskur og prófa að ganga með þær upp stiga. 

Þá kemur vel í ljós hvað þessi rúmlega átta kílóa þyngd sígur í og þessi litla tilraun getur verið hvöt til þess að gera eitthvað í málinu. 

Um átta aukakílóin sem eru innbyggð í viðkomandi persónu ef hún er of þung, getur nefnilega gilt svipað og þegar maðurinn settist upp á hest og með burðarpoka á baki sínu, og útskýrði þessa aðferð til að flytja pokann með hinum fleygu orðum: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber."


mbl.is Missti 70 kíló og segir lífið allt annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband