Lærisveinninn og galdramaðurinn.

Geir Hallssteinsson var einhver mesti galdramaður handboltans á sinni tíð, og á stórbrotnum handboltaferli sínum tæpum aldarfjórðungi síðar gladdi Talant Dujshebaev milljónir manna með galdramennsku sinni. 

Það, sem gerði hann svo sérstakan, var að hann var lægri í loftinu en langflestir þeir, sem hann þurfti að keppa við, aðeins 1,83 m á hæð, en hann meira en vann það upp með einstakum leikskilningi, tækni, snerpu og útsjónarsemi. 

Það var fágæt unun að horfa á hann leika listir sínar á glæstum ferli sínum; áhorfendur trúðu oft vart sínum eigin augum. 

Nú hefur hinn bráðefnilegi Haukur Þrastarson ákveðið að leita til hins mikla galdrameistara sem þjálfara síns og verður spennandi að sjá hvaða ævintýri lærisveinninn og galdrameistarinn eiga eftir að galdra fram úr erminni. 


mbl.is Dujshebaev rétti þjálfarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband