21.11.2019 | 00:34
Gott væri að leita ráða hjá stofnendum þjóðgarða erlendis.
Við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands er í flestum grundvallaratriðum verið að fást við svipuð úrlausnarefni og marga merka þjóðgarða erlendis.
Meðal þeirra er Jóstedalsjökulsþjóðgarðurinn í Noregi, sem nær yfir þennan stærsta jökul á meginlandi Evrópu og næsta nágrenni hans.
Þjóðgarðurinn er frekar ungur, og við stofun hans fyrir síðustu aldamót þurfti að leysa úr ýmsum álitaefnum, vegna þeirra mismunandi hagsmuna, sem þar rákust á.
Á þeim tíma kom Erik Solheim formaður Norsku náttúruverndarsamtakanna mjög við sögu þessa mikla úrlausnarefnis og deilumála, sem tókst síðan að leysa farsællega, og varð Solheim síðar stjórnarformaður þjóðgarðsins.
Solheim kom tvívegis til Íslands og kynnti sér íslensk álitaefni, meðal annars Kárahnjúkavirkjum, og í síðari ferð sinni hélt hann fróðlegan og eftirminnilegan fyrirlestur á málþingi, sem haldið var á vegum Landverndar um stofnun Jóstedalsþjóðgarðsins.
Solheim er enn á lífi, 72ja ára gamall, og væri áreiðanlega gagnlegt að leita í smiðju hans og jefnvel fleiri erlendis, sem hafa reynslu af svona málum.
Frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu lagt fram í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.