Stjórnarflokkarnir með 38% en stjórnin sjálf mun meira.

Stjórnarflokkarnir þrír eru samtals með 38 prósent fylgi í skoðanakönnun MMR, en aðrir flokkar samtals með 62.  Vaxandi fylgi Miðflokksins er líklegast af svipuðum toga og vaxandi fylgi þjóðernissinnaðra flokka á Vesturlöndum yfir heildina litið. 

Allt frá myndun núverandi ríkisstjórnar hefur fylgið við stjórnina verið mun meira en samanlegt fylgi stjórnarflokkanna. 

Þetta þarf ekki að vera eins skrýtið og það sýnist; það má álykta sem svo að margir kjósendur séu að vísu ekki ánægðir með hvern stjórnarflokk útaf fyrir sig, heldur sjái ekki nú, frekar en í síðustu kosningum og í kjölfar þeirra, að hægt sé að finna annað stjórnarmynstur, sem gengur upp. 

Í því efni hefur mikið fylgi Miðflokksins mikil áhrif, því að líkt og í sumum nágrannalöndunum hugnast öðrum stjórnmálaflokkum ekki vel að hafa samvinnu við þann flokk. 

Ef fylgi hans er sett út fyrir sviga og dregið frá 62 prósentunum, sem stjórnarandstöðuflokkarnir hafa í könnun MMR, verður útkoman 45 prósent, sem er ekki svo langt frá 38 prósentum stjórnarflokkanna. 

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins nær nýjum lægðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband