Oft er nauðsynlegt að varpa ljósi á tölur í umhverfismálum.

Í umræðunni um loftslagsbreytingar og umhverfismál er nauðsynlegt að hafa réttar tölur við hendina, en ekki síður nauðsynlegt að þær séu notaðar af vandvirkni til útskýringar á málsatvikum, 

Með því að varpa tölum út í loftið án nokkurra útskýringa eða samanburðar, er oft gagnslaust að ræða mál eða komast að nothæfri niðurstöðu. 

Í umræðunni á netmiðlum að undanförnu hafa sumir farið mikinn í því að birta tölur, sem einar og sér hafa ekki varpað réttu ljósi á það viðfangsefni að minnka útblástur koltvísýrings. 

Þar má nefna tölur um útblástur frá eldfjöllum og jarðvarmasvæðum heims, sem áttu að sýna, að sá útblástur væri meiri en frá bílaflota jarðarbúa. 

Þegar nánar er að gætt kemur í ljós, að útblásturinn í samgöngum er hundrað sinnum meiri en útblástur eldfjallanna. 

Af hverju er hann svona mikill í samgöngunum?

Ástæðan er einföld og hægt að styðja hana með einföldum og óyggjandi tölum, sem ekki er deilt um. 

Meðal co2 útblástur bíls er líkast til um 150 grömm á hvern ekinn kílómetra. Ef meðalakstur bíls er um 12 þúsund kílómetrar á ári verður heildarútblástur hvers bíls á ári um tvö tonn á ári. 

Bílarnir á Íslandi eru ríflega 300 þúsund, þannig að hér á landi blása bílarnir um 600 þúsund tonnum á ári út í loftið. 

Í fréttum að undanförnu hefur verið upplýst að niðurdæling við Hellisheiðarvirkjun sé um 12 þúsund tonn á ári.

Það er stór og glæsileg tala ein og sér, en þetta samsvarar 2% af útblæstri bílaflotans og sýnir hve seinlegt það verður að ná sama árangri við niðurdælingunni og fæst með því einfaldlega að skipta sem hraðast um bíla og taka í notkun bíla með engum útblæstri. 

Svipað á við um tölur varðandi útblástur á heimsvísu, þar sem hinn gríðarlegi fjöldi bíla gerir það að verkum, að langmestur árangur næst með því að innleiða orkuskipti; bílar heimsins eru nefnilega hátt í 1000 milljónir, einn milljarður. 

Flugvélar heimsins eru þúsund sinnum færri, og þess vegna er áætlað að útblástur þeirra sé í kringum 15 prósent af heildarútblæstrinum. 

Gallinn er þar að auki sá, að tæknilega er, eins og nú standa sakir, ómögulegt að rafvæða flugið á þeim vegalengdum, sem mestu máli skipta. 

Því veldur hin mikla þyngd rafhlaðnanna, sem nota þarf, og gagnstætt bílum og einkum lestum, þar sem ekki er við það að glíma að lyfta þyngd í hvert sinn upp í hagkvæma hæð, er þessi upplyfting í hverju flugi ekki fyrir hendi nema að sára litlu leyti í landsamgöngum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Katla blæs út allt að 20,000 tonnum á sólarhring núna, (Magnús Tumi) Þetta eru 7.3 milljón tonn á ári eða jafnt og öll losun Íslendinga sem er 20 tonn á mannsbarn

Halldór Jónsson, 23.11.2019 kl. 08:18

2 identicon

átta mig ekki á formuluni . þegar sveipur í veðurfari er frá -0.8. uppí 6.8 í nóvember. svo ef jörðin er í stuði jafnar hún sig sjálf. ef það tekur jörðina  þusundir ára að jafna sig skiptir þá aðgerðir mansins máli. þar sem olía gengur hrattá olíjubjyrðir jarðarinnar að sögn, en góða við þetta er að maðurinn tekur þá kannski til og hreinsar höf og ár af rusli sem er alveg aðgerðana virði en hlífið mér við svokallaðri loftlagshlýnun hún kemur og fer 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2019 kl. 08:43

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Ómar, Þegar hlýrra var á jörðu td um landnám og um 2000 ár fyrir og eftir kristburð, hvað olli því, Tæplega CO2 mengun frá mannfólkinu,

Nú er því blákalt haldið framm að það sé engöngu mengun frá jarðefnaeldsneyti sem orsakar endurhlýnun jarðar, íslendingar eru með ritaðir heimildir fyrir kólnun veðurfars á íslandi eftir 1500, mælingar hófust svo þegar veðurfar var kaldast hér á landi og allt miðað út frá því.

Ískjarnarnir úr Gænlandsjókli segja svo söguna margar aldir aftur í tíman, þeir segja frá hlýrri tímabilum í jarðsögunni með hærri kolefnisgildi í andrúmsloftinu og mannkynið lifði það af.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.11.2019 kl. 08:57

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

á þessum tímabilum, sem menn eru að miða við, va mannfjöldinn á jörðinni aðeins lítið brot af því sem hann er nú og aðstæður allar ósambærilegar við þær, sem nú eru. 

Ómar Ragnarsson, 23.11.2019 kl. 16:35

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

ÓMAR, mannskepnan hafði engin áhrif á hlýnunina fyrr á öldum, hví ætti  það að vera öðruvísi nú, þegar endurhlýnun er að ganga yfir.  Við ráðum ekki yfir veðurfari jarðar,  við eigum frekar að einbeita okkur að sorp mengun á landi og sjó.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.11.2019 kl. 17:04

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"We all live on the same planet and we all breathe the same air" sagði John F. Kennedy. Jarðarbúar eru 20 þúsund sinnum fleiri en Íslendingar, þannig að jafnvel þótt við gæfum okkur  að aðrir jarðarbúar en við blási tíu sinnum minna út en við á hvern mann, er útblástur jarðarbúa 2000 sinnum meiri en hjá Kötlu.  

Ómar Ragnarsson, 23.11.2019 kl. 17:13

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sólin hefur alltaf haft áhrif á jörðina.

Árið 2019 er til fólk sem afneitar því.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2019 kl. 17:30

8 identicon

 .no.7 en trúa sumir því að jörðin sé hnöttur, þó hún sé í raun egglaga. en trúin flytur víst fjöll úr stað er sagt ef menn seigja eitthvað nógu oft verður það að manleik  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.11.2019 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband