23.11.2019 | 17:36
Skortur á innviðum dragbítur rafbílavæðingar. Tævanbúar með snilldarlausn.
Jafn hér sem í öðrum löndum er skortur á innviðum á borð við hraðhleðslustöðvar og öðrum hleðslumöguleikum einn helsti dragbítur rafbíla- og rafhjólavæðingar.
Ef uppbyggingin er of hæg, hefur hún hamlandi áhrif fram tímann, og því er meira að segja hægt að segja, að uppbyggingin eigi að vera hraðari rafbílasalan.
Gott dæmi um uppbyggingu innviða, sem reyndist vera nauðsynleg til að greiða fyrir rafvæðingu í samgöngum, er bygging 757 skiptistöðva fyrir rafhlöður vespuvélhjólaflotans á höfuðborgarsvæði Tæpei á Tævan, en á svæðinu búa um 350 þúsund manns.
Með því að hafa skiptistöðvarnar svona margar, var hægt að búa þannig um hnúta, að maður á rafhjóli gæti séð í snjallsíma sínum, hvar sú skiptistöð væri, sem væri næst honum og væri með nóg af hlöðnum rafhlöðum til að skipta út.
Sjálfur gerningurinn gæti ekki verið einfaldari: Rennt að sjálsalanum og snjallsíminn notaður til að versla á meðan tvær hlaðnar rafhlöður eru teknar út og tvær alveg eins tómar rafhlöður úr hjólinu settar inn.
Tekur fáar sekúndur og ferðinni á hjólinu haldið áfram.
Aðeins létt rafbifhjól geta eins og er orðið hluti af þessari byltingu, því að rafhlöðurnar í rafbílum eru meðaltali hátt í hálft tonn, en rafhlöðurnar tvær í vespuhjólinu, sem er af gerðinni Gogoro, vega aðeins um fimmtán kíló samtals.
Hjólin ná 95 km hraða og eru því afar afkastamikil farartæki. Skiptistöðvarnar hafa þann kost, að hægt er að fá alveg fullhlaðnar rafhlöður í þeim, og einnig er það minnsta mál fyrir hvern hjóleiganda, að kippa rafhlöðunum tveim úr hjólunum og hlaða þær inni í íbúð til fulls.
Þannig er hægt að sleppa því að hafa sérstaka hleðslustöð við hvert hús, ef menn vilja spara sér þann kostnað og fyrirhöfn.
ON setur upp um 40 hleðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta nokkuð vandamál lengur, rafbílarnir eru komnir með svo mikla orkurýmd að hún dugar fyrir daglegan akstur í Reykjavík, og líka hægt að skerpa á þeim í matar og kaffitímum
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.11.2019 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.