Hitler tapaði stríðinu vegna innistæðulauss áróðurs.

Í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar var að vísu engin facebook, en Adolf Hitler og Joseph Göbbels kunnu sitt áróðursfag og notuðu yfirgengilegar skrautsýningar og fjöldafundi auk útvarps og dagblaða til þess að hamra á því í ræðum Hitlers, hvílíka yfirburði svonefndir Aríar hefðu í hernaðartækni og framleiðslu hergagna. 

Með því að hámarka hervæðinguna útrýmdi Hitler atvinnuleysi í Þýskalandi á sama tíma sem þjóðir verðandi Bandamenna glímdu við atvinnuleysi og kreppu af áður óþekktri stærð. 

En 1942, á fjórða ári stríðsins, var að koma annað hljóð í strokkinn, og er fróðlegt að kynna sér útvarpsræðu Hitlers til þjóðar hans og einnig orðræðu hans við Mannerheim, þegar fór á fund hins finnska þjóðarleiðtoga til að ræða um stríðið. 

Það var að verða ljóst, að stríðið myndi tapast af orsökum, sem voru jafngamlar hernaðarsögunni: Færri hermenn og lakari og færri hergögn. 

Hitler viðurkenndi í útvarpsræðunni og samtalinu við Mannerheim, að hann hefði ekki órað fyrir því að Bandaríkjamenn gætu framleitt 50 þúsund frábærar flugvélar á ári, hvað þá að Rússar gætu, eftir að hafa misst allt að helming iðnaðarsvæða sinna, frameitt meira 30 þúsund flugvélar árlega og hverki meira né minna en meira en 80 þúsund skriðdreka af aðeins einnig tegund, besta skriðdreka stríðsins, T-34. 

Þessi framleiðsla Bandamanna var margfalt meiri og betri en framleiðsla Öxulveldanna. 

Í bloggpistli hjá Halldóri Jónssyni er greint frá framleiðslu B-24 sprengjuflugvélanna, sem voru fjögurra hreyfla og eitt af táknunum um mun stærri og betri sprengjuflugvélar en Öxulveldin áttu;  gott dæmi um þá yfirburði Bandamanna, sem Hitler játaði 1942 að hann hefði ekki órað fyrir.   


mbl.is „Facebook hefði leyft Hitler að kaupa auglýsingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Fyrra stríði dó aldrei út hjá Þjóðverjum hatrið lifði og Echart skáld,og penni  mikill þjóðernissinni var "faðir Nasista" svo segir Hitler sjálfur í Min Kamp, Echard kveikti neistann, kom Hitler á framfæri og kynnti undir hatrið,friðasamningarnir voru harðir og juku enn  meira á hatrið. Herman Göring frægastur flugkappa þjóðverja neitaði að gefast upp og flaug flugvél sinni yfir Þýskaland á þýska jörð til að hrapa,og var mjög áhrifamikill með Echhart í fyrstu. Það eru fróðlegar heimildrmyndir inni á Netflix sem gaman er sjá og fræðast um stríðið.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 25.11.2019 kl. 22:34

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Stríðið tapaðist aðalega vegna þess að gengi siðblindra vitleisinga sem stefnir á heimsyfiráð á litla samúð og enga samleið með siðuðu fólki. Heimskir dónar eru einfaldlega liklegir til að tapa stríðum.

Guðmundur Jónsson, 26.11.2019 kl. 09:12

3 identicon

Sæll Ómar.

Hver er þessi Hans sem þú nefnir
í pistlinum?

Er þetta gata í Kópavoginum eða
innistæðulaust hlutabréf frá Kaupþingi?

Húsari. (IP-tala skráð) 26.11.2019 kl. 10:03

4 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þjóðverjum gekk vel að berja á næstu nágrönnum sínum en þegar sækja þurfti lengra vandaðist málið. Þeir áttu hvorki langdrægar flugvélar né flugmóðurskip og ekki hugkvæmdist þeim að setja utan á liggjandi eldsneytistanka á flugvélar sínar þeim tókst því ekki að knésetja Breta. Rússlandsstríðinu töpuðu þeir svo strax haustið 1941 þegar framsók þeirra stöðvaðist. Ef hernaðaráætlun þeirra hefði gengið upp þá hefði framleiðslugeta Rússa engu máli skipt því þá hefðu þeir verið sigraðir.

Helgi Viðar Hilmarsson, 26.11.2019 kl. 12:05

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hindenburg forseti talaði yfirleitt niðrandi um Hitler sem austurríska liðþjálfann. Hitler var fastur í reynslu sinni í landhernaði í fyrra stríðinu og sá aldrei þýðingu lofthersins sem sjálfstæðrar einingar, heldur miðaðist allt við það að loftherinn hjálpaði landhernum. Og með yfirburðum í samskiptum og samskiptatækni ásamt samhæfðri notkun flugvéla og fótgönguliðs og skriðdrekasveita var það grunnurinn að árangrinum í leifturstríði. 

Ómar Ragnarsson, 26.11.2019 kl. 12:37

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir voru aldrei græjaðir upp í að berja á meira en bara Frökkum og Pólverjum.
Þýzkaland var gjaldþrota áður en stríðið hófst, vegna stjórnarhátta sem virkuðu ekki, og þeir áttu allan tímann í vandræðum með að eiga eitthvað að borða.
Ein af ástæðum þess að þeir flýttu sér svo mikið að drepa alla þessa gyðinga var að þeir höfðu ekki efni á að gefa þeim öllum að borða, sem þrælum.  Og þeir voru á góðri leið með að svelta Hollendinga, Belga og Dani þegar Sovétið kom skröltandi til þeirra.
Ástæðan fyrir innrásinni í Sovétið til að byrja með var skortur á eldsneyti.  Þeir gætu ekki dregið það lengur.
En... bolmagnið var ekki til.
Það er svona þegar menn búa í einhverjum fantasíuheimi umkringdir ímynduðum óvinum og ætla sér að bjarga heiminum frá þeim. 

Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2019 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband