Norðmenn hættu svonalöguðu 2002.

Árið 2002 gaf Kjell Magne Bondevik þáverandi forsætisráðherra Noregs þá yfirlýsingu að "tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn."

Yfirlýsingin var þeim mun merkilegri, að Norðmenn höfðu nokkrum áratugum fyrr gert stórkarlalegar áætlanir um að virkja mestallt vatnsafl á hálendissvæðum Noregs með svonefndum þakrennuvirkjunum svipuðum þeim sem vor líka settar á blað hér á landi, þar sem öllum vatnsföllum á hásléttunu var með stíflum, skurðum og jarðgöngum steypt saman í stórvirkjanir niðri í fjörðunum í Vestur-Noregi. 

Þetta átti við bæði um Harðangursheiði og Jötunheima. 

Harðar deilur urðu um þessi áform og þegar komið var að aldamótum sat ein virkjun eftir, virkjun lítils vatns, sem hét Langavatn, og var nálægt Jóstedalsjökli. 

Hún átti að verða hagkvæmasta virkjun Norðurlanda, með tæplega þúsund metra fallhæð vatnsins. 

Á undan hafði verið tekist svo hart á um Alta-virkjun í Norður-Noregi, að það vakti heimsathygli, og þótt náttúruverndarfólk tapaði þeirri orrustu, hafði hún samt þau áhrif, að virkjun Langavatns var felld naumlega á Stórþinginu vegna þess að nálægð hennar við Jóstedalsjökul hefði skaðleg áhrif á ímyndi jökulsins og víðernisins. 

Tíu árum eftir Altadeiluna var stofnaður Jóstedalsjökulsþjóðgarður, en við Langavatn sáu virkjanasinnar tækifæri til að narta í hann og töldu áhrifin lítilvæg, jökullinn sæist ekki frá vatninu né vatnið frá jöklinum og aðeins stæði til að stækka vatnið, sem þarna væri hvort eð er með tiltölulega sakleysislegri stíflu. 

En yfirlýsibng forsætisráðherrans 2002 batt enda á svona áform, hvað snerti hálendisvíðerni Noregs. 

En samanburðurinn á Hálslóni og Kárahnjúkavirkjun við hina norsku Langavatnsvirkjun er sláandi, raunar yfirþyrmandi.  

 

 


mbl.is Komin tala á skerðingu víðerna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband