Þegar flugásarnir urðu til og flugið fór í gegnum margar byltingar.

Þegar Fyrri heimsstyrjöldin hófst var flugið á algeru frumstigi, nýbúið að vinna það afrek í fyrsta sinn að fljúga yfir Ermasund, rúmlega 30 kílómetra leið. 

Í styrjöldinni sjálfri rak hver byltingin aðra og það svo hratt, að þegar nýjar gerðir komu fram hjá stríðsþjóðunum náðu þær yfirhönd í lofti til skiptis í nokkra mánuði í senn. 

Í fyrstu var gildið eingöngu að njósna um heri andstæðinganna, síðan fóru menn að skjóta í rifflum hverjir á aðra, en vélarnar voru svo veigalitlar, að erfitt að var fyrir flugmennina að halda stjórn á vélunum á meðan þeir munduðu byssturnar nógu langt út úr glugganum til þess að skjóta ekki á skrúfuspaðana. 

Bylting varð þegar hægt var að stilla vélbyssur þannig að þær skytu á milli skrúfublaðanna jafnframt því sem hreyflarnir tóku algerum stakkaskiptum hvað varðaði afl og gangvissu. 

Fyrsta loftárásin á saklaust fólk á jörðu niðri markaði upphaf hroðalegustu drápa styrjalda eftir það. 

Til varð kerfi listflugsæfinga eins og að fara í lykkju og svonefndan Immelmann. 

Baráttuathafnirnar í lofti voru með ákveðnum riddarabrag og brátt urðu svonefndir ásar, snjöllustu orrustuflugmennirnir, að goðsagnakenndum persónum, svo sem Rauði baróninn á hinni eldrauðu þrívængju sinni, sem var að vísu lipur, en varð úrelt á undra skömmum tíma. 

Það verður spennandi að sjá hvernig aðstandendum stórmyndainnar 1917 tekst að fanga þennan veruleika, sem kviknaði og vék fyrir öðrum veruleika hvað eftir annað. 


mbl.is „Besta stríðsmynd síðustu 20 ára“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Ómar

hefurðu fengið bókina sem ég gaf út Sagittarius Rísandi eftir Cecil Lewis. Ég helda að þú hefðir gaman af að renna yfir hana því hann var heillaður af fluginu sjálfu en síður st´riðinu og bardögunum. Ef þú átt vont með að nálgast hana segðu mér til

Halldór Jónsson, 26.11.2019 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband