Svæsnir ísingarmorgnar.

Ísingin, sem berja þurfti af gluggum bíla í efri byggðum borgarinnar í morgun og í fyrramorgun er einhver sú svæsnasta og erfiðasta viðfangs, sem minni rekur til. 

Engar venjulegar sköfur unnu á ísingunni í morgun, og það var ekki fyrr en að miðstöðvarhiti gangsetts bílsins fór að hita framrúðuna upp innanverðu, sem það varð viðlit að komast inn úr þykkri og ótrúlega þéttri ísskáninni, sem hafði límt sig á glerið að utanverðu. 

Á leið suður Reykjanesbraut og til baka aftur var hins vegar rigning hér og þar, sem ekki hafði eðli frostrigningar. 

Á svona morgnum er eins gott að vera við öllu búinn. 


mbl.is Hrikaleg ísing á stígum og götum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég verslaði íseyði í Costco í fyrra, sem virkar mjög vel, en það er mjög sterk ammoníak lykt af efninu

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.11.2019 kl. 18:35

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég set nú bara kalt vatn í garðkönnu og helli á rúðurnar. Milku þægilegra og betra en að sarga. Læt magnið í könnunni ráðast af þykkt ísingarinnar. Lærði þetta af þýskum bílaþætti sem ég sá fyrir nokkrum árum. Gott að setja rúðuþurrkurnar strax á þegar rúðan er auð svo vatnið nái ekki að frjósa.

Helgi Viðar Hilmarsson, 29.11.2019 kl. 21:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lofthitinn í þessum ísingarskilyrðum var rétt yfir frostmarki, þannig að vatn ætti að virka vel. 

Það þarf að upplýsa hvaða "galdraefni" er í hinum rómuðu kútum. 

Ómar Ragnarsson, 29.11.2019 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband