Þegar fólkið kýs með hjólunum.

Þegar íbúum Austur-Þýskalands fækkaði jafnt og þétt fram til 1961, var það fyrst og fremst hið yngra og menntaðra fólk, sem landið mátti illa við að streymdi vestur yfir í gagnum þá glufu sem var á járntjaldinu í gegnum Berlín. 

Þetta var orðað þannig af ýmsum á Vesturlöndum að fólkið væri að kjósa með fótunum; með þessu væri það í raun að sýna í verki álit sitt á stjórnarfarinu og lífskjörunum austan megin. 

Fólkið, sem flúði vestur yfir varð að skilja eigur sínar eftir svo að í þessum gerningi fólst  afar sterk yfirlýsing. 

Hin lakari kjör austan megin voru ekki vegna krafna um umhverfismál, heldur öðru nær, meðal annars vegna þess að Rússar neyddu Austur-Þjóðverja til þess að notast við úreltar tvígengisvélar í bílunum, sem þeim tókst að framleiða. 

Það var stefna Rússa að hafa hemil á því að Austur-Þýskaland gæti iðnvæðst. 

Ef þessari nálgun, að fólk geti kosið með fótunum, er beitt hér á landi um þessar mundir, þar sem mikil fólksfjölgun er í jaðarsveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, á Suðurnesjum og fyrir austan Fjall, felst í þvi, að vegna lægra fasteignaverðs og meira rýmis og nálægð við náttúruna, láti fólk sig hafa það að taka á sig mikinn kostnað vegna ferðalaga til og frá höfuðborginni, hvort sem það er vegna vinnu eða þess að reka erindi sín. 

Sem sagt: Fólkið kýs með hjólunum, þ. e. hjólum farartækjanna og þeim kostnaði sem því fylgir. 

Vegna stanslausrar fjölgunar bíla aukast umferðarteppur á höfuðborgarsvæðinu svo að ferðakostnaður og ferðatími fara vaxandi, jafnvel þótt til standi að leggja aukið fé í vegabætur á þessu svæði. 

Þetta breytir því ekki að þjóðhagslega er þétt byggð með notun vistvænna farartækja, sem þurfa minna rými en meðal einkabílarnir, hagkvæmari en dreifðari byggð, og hver sá, sem kýs að nota reiðhjól, rafhjól eða létt bifhjól, er í raun að gefa eftir rými fyrir einkabíl handa einhverjum þeirra, sem þann kost kjósa.  

Á landsfundi eins stjórnmálaflokkanna fyrir tæpum áratug íhuguðu tveir fulltrúar það alvarlega að bera það fram sem tillögu um stefnu flokksins, að í bæjarfélögum í ytri hring hðfuðborgarsvæðisins yrði bannað að leggja nýjar götur og útbúa nýjar byggingarlóðir. 

Ekki varð af þessum tillöguflutningi, þrátt fyrir að tínd væru til hin ýmsu rök, og fólksfjölgun hefur vaxið í þessum bæjarfélögum ef eitthvað er, sem líka mætti orða sem svo í flestum tilfellum, að fólki kjósi með hjólum einkabílanna 


mbl.is Íbúarnir eru orðnir 12 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

815 Þorlákshöfn

27.980.000 kr.

Sambyggð 18 0301

 

84,6 m², 3 herbergi, fjölbýlishús

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.12.2019 kl. 08:45

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

103 Reykjavík

53.500.000 kr.

Ofanleiti

 

88,7 m², 3 herbergi, fjölbýlishús

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.12.2019 kl. 08:46

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er furða þó fólk velji með hjólunum þegar verðmunur á nýju húsnæði er slíkur

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.12.2019 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband