7.12.2019 | 23:21
Suðurlandsspásvæðið er stórt. Rætist gul viðvörun?
Það verður spennandi að fylgjast með veðrinu á Suðurlandi á morgun og því, yfir hve stóran hluta Suðurlandsundirlendisins gul viðvörun núna, síðla kvðlds á undan, á eftir að eiga við.
Á vef Veðurstofunnar nú á tólfta tímanum er birt tölvuspá, en eins og jafnan stendur undir henni, að sé munur á henni og "textaspánni", sem birt er, en það er sá texti, sem lesinn er í útvarpinu, eigi textaspáin að gilda.
En textaspánni og tölvuspánni ber býsna vel saman á þeim hluta Suðurlands, sem tilheyrir Suðurlandsundirlendinu.
Í textaspánni er spáð 8-15 metrum á sekúndu og svipað er að sjá á tölvuspánni sem birtir spá fyrir einstakar veðurstöðvar, svo sem Kálfhól, sem er miðsvæðis.
Gul viðvörun, sem birt er á mbl.is, og er eins konar þriðja útgáfa af veðurspánni, gildir hins vegar um allt spásvæðið eins og það leggur sig, en í gulri viðvörun er miðað meira en 20 metra á sekúndu.
Varað við stormi sunnanlands á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Molla
Veðrið er hvorki vont né gott,varla kalt og ekki heitt.Það er hvorki þurrt né vott,það er svo sem ekki neitt.Jónas Hallgrímsson
Þjóðólfur í Lognmollu (IP-tala skráð) 7.12.2019 kl. 23:47
Undarlegt að maður sem bíður spenntur eftir því hvort spá fyrir morgundaginn rætist skuli vera sannfærður um að grípa skuli til aðgerða vegna þess að spálíkan sem byggir á þeirri ágiskun að maðurinn hafi áhrif á veðrið spáir hlýnun á næstu áratugum.
Kristalskúlur virðast enn ekki geta sagt fyrir um lottótölur og morgundaginn þó komandi hörmungar og óáran sjáist glöggt eins og vanalega. Hvernig gengur á HM, úrslit kosninga, eldgos, kreppur og aflabrögð. Hversu margar heimsendaspár ætli venjulegt fólk upplifi á ævinni? Og hvað rætast margar þeirra? http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3021540 http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=223623&pageId=2885606&lang=is&q=a%F0%20%EDs%F6ld
Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2019 kl. 01:36
Vindaskipti eru núna á svæðinu við Hvolsvöll. En Lægðin virðist ætla suður um og stefnir á Írland....eins og er.
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.12.2019 kl. 08:37
Og rætiuist vonandi....
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.12.2019 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.