Ný tækni í bílum, sem gæti nýst vel á margan hátt.

Í tengdri frétt á mbl.is er greint frá ýmsum tækninýjungum í bílum, sem snerta öryggi, og benda til þess að hægt sé að vonast til að geti nýst við gagngera endurskipulagningu á notkun bíla í framtíðinni.

Sérstaka athygli vekur svonefndur "svartur kassi" sem skráir alla notkun bílsins í smáatriðum, líkt og er í farþegaflugvélum.  

Svona mælingakerfi getur hjálpað til við að hver fjölskylda geti notað einkabíla, sem falla betur að kröfum framtíðarinnar um umhverfisvæna umferð. 

Til dæmis svona:   

Númer 1 - 2. 

Lítill, ódýr rafbíll, 2ja - 5 sæta eftir atvikum. Jafnvel tveir litlir rafsmábílar. 

Númer 2.  

Nógu stór bíll fyrir bæði langferðir og styttri ferðir. Búinn "svörtum kassa" svo að hægt sé að láta opinber gjöld og tryggingar geti tekið mið af eknum kílómetrum. 

Númer 3. 

Rafknúið léttbifhjól til einkaferða, jafnvel um allt land ef komið verður á skiptikassakerfi fyrir slík hjól eins og komið er á Tævan.  

 


mbl.is Nýjar kröfur til nýrra bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýjar kröfur en ekki ný tækni. Vissulega nýrri tækni en sveitasímar og faxvélar. En eldri en Nokia 3110 og GSM á Íslandi. Tækninýungar eru það hraðar að tækni sem er að nálgast þrítugsaldur telja fæstir nýja.

Vagn (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 03:35

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Tvíhjól eru bara ávísun á slys og samfélagskostnað eins og af axlarbrotum sumra manna.

Halldór Jónsson, 12.12.2019 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband