Búið að stöðva hliðstæðu ferils Boeing 787.

Þegar Boeing verksmiðjurnar urðu að fresta afhendingu fyrstu þotna sinna af gerðinni 787 Dreamliner, gáfu þær upp hve frestunin yrði löng. 

En í kjölfarið fylgdu hver framlengingin á frestun af annarri, og Iceandair varð meðal þeirra flugfélaga sem hættu fljótt alferið við kaupin.  

Frestanirnar voru ekki allar af sömu ástæðu, og þeim linnti ekki að fullu fyrr en næstum þremur árum síðar.  

Nú hefur svipað komið upp varðandi 737 Max, en í þetta sinn hafa bandarísk flugmálayfirvöld gripið í taumana og gert Boeing það ljóst, að þau yfirvöldin en ekki framleiðendurnir ráði því, hvort og hvernig frestir séu gefnir varðandi lofthæfi flugvéla. 

Svo virðist sem Boeing hafi ofmetið þá aðstöðu, sem fyrirtækið hafði fengið leyfi fyrir því hjá bandaríska loftferðaeftirlitinu, að Boeing væri falið það beint að rannsaka stóra hluta af lofthæfisferli 737 Max og fá þannig leyfi án raunverulegs ytra eftirlits. 

Vonandi verðu vandað til verka svo að skásta lausnin finnist og að hún dugi. 


mbl.is Óvissa á mörkuðum vegna ákvörðunar Boeing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband