Stór flugvöllur á brunahrauni, 7 km frá virkri eldstöð.

Einn brautarendi fyrirhugaðs Hvassahraunsflugvallar, sem rísa á á ungu brunahrauni, (sem heitir raunar Almenningur), verður í sjö kílómetra fjarlægð frá Fjallinu eina á jaðri eldvirks sprungusvæðis Reykjanesskagans með fjölda eldstöðva.

Síðasta eldgosatímabil þessa svæðis var fyrir aðeins um sex hundruð árum og hvenær sem er getur næsta eldgosatímabil hafist, því að svæðið var og er virkt, langt út á Reykjaneshrygg. 

Síðast gaus út af Reykjanesi 1783, fyrir aðeins rúmum 230 árum og sífelldir jarðskjálftar segja sína sögu af eðli svæðisins. 

Lítið, ef nokkuð, er minnst á þessa staðreynd og hún borin saman við núverandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sem er utan við eldvirka svæðið og með næsta brautarenda sinn þrefalt lengra í burtu en Almenningsflugvöllur / Hvassahraunsflugvöllur verður. 

Fjallað var í blaðafrétt fyrir nokkrum dögum um mat á umhverfisáhrifum endurbóta á Reykjavíkurflugvallar vegna þess að tæpur kílómetri af sjö kílómetra langri strandlengju Skerjafjarðar að norðanverðu færi undir uppfyllingu fyrir framlengingu austur-vestur brautar vallarins. 

Vandað mat á umhverfisáhrifum er að sjálfsögðu nauðsynlegt varðandi þennan möguleika, en jafnframt verður að fara fram jafn vandað mat á margfalt stærri framkvæmd á Almenningi / Hvassaahrauni og umhverfisáhrif beggja framkvæmda borin saman. 

Þess má geta að í náttúruverndarlögum er sérstakt ákvæði um verndun ósnortinna hrauna og þau sett þar einna efst á blað, af því að eyðilegging þeirra er óafturkræf, því að útilokað er að endurgera brunahraun. 


mbl.is Yfir 1.200 skjálftar frá því á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yrði það ekki bara algert glapræði að byggja flugvöll á þessu jarðskjálfta/eldgosasvæði?

Jón Þorhallsson (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 20:50

2 Smámynd: Þórhallur Pálsson

51. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

 [Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.
  Ef með skipulagi hefur verið tekin ákvörðun um að tiltekið svæði skuli nýtt til almenningsþarfa, svo sem undir götu eða veg, og slíkt leiðir til þess að fasteign verður ekki nýtt eins og eðlilegt er miðað við aðstæður, m.a. hagnýtingu eigna í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.
  Bótaréttur skv. 2. mgr. tekur þó ekki til lands sem látið er af hendi til sveitarfélags skv. 1. mgr. 39. gr.
  Í stað bóta skv. 1. eða 2. mgr. getur eigandi krafist yfirtöku eignar í heild gegn fullu verði, enda taki tjónið til eignar í heild eða sá hluti hennar sem eftir stendur verður ekki nýtilegur á eðlilegan og sanngjarnan hátt sem sjálfstæð fasteign. Taki takmörkun á nýtingu eignar skv. 2. mgr. aðeins til hluta eignar getur eigandi jafnframt krafist yfirtöku á þeim hluta hennar gegn fullu verði í stað bóta. Aðeins er skylt að verða við kröfu um yfirtöku eignar eða hluta hennar ef hún skerðist þannig að hún verður ekki nýtt á eðlilegan hátt í samræmi við hefðbundna notkun aðliggjandi eigna.
  Ef deiliskipulagi á þróunarsvæði er breytt eða það fellt úr gildi áður en framkvæmdatíma áætlunarinnar lýkur á sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þeim sökum rétt á bótum með vísan til 1. mgr. Ef deiliskipulagi á þróunarsvæði er breytt eða það fellt úr gildi eftir að framkvæmdatíma áætlunar lýkur getur einungis orðið um bótarétt að ræða ef sá sem fyrir tjóni verður af þeim sökum hefur fengið samþykkt byggingaráform eða útgefið byggingarleyfi sem enn er í gildi.]

Nú spyr ég:  Ætlar Reykjavíkurborg að snara út andvirði Reykjavíkurflugvallar, verði vellinum bolað burtu með skipulagsákvörðunum?

Þórhallur Pálsson, 17.12.2019 kl. 22:00

3 identicon

Tveir fyrir einn í sama eldgosi, það væri snilldyell.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 22:12

4 identicon

Þetta umhverfismat var sprenghlægilegt eins og þau vilja oft vera. Horft var mjög þröngum augum á kannski 150 metra fjöru sem auðvitað akkúrat á þessum metrum væri með eitt sjaldgæfasta smádýralíf heims. Það myndi allt farast. Eins og ekkert væri til fyrir utan þessa fáu metra. Svo var ekki eitt orð um þá mun löngu fjöru sem kæmi utan um hina nýju flugbraut. Eins og að þar myndaðist aldrei smádýralíf. Þvílík heimska þetta mat var. Ómar minn, hafðu ekki áhyggjur af skerðingu hrauna, ný munu koma þarna áður en þú veitst af. 

Örn Johnson (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 23:10

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst þetta einfaldlega galið og makalaust hvernig Dagur B. getur fíflað jafn marga áfram í þessari vitleysu sem er glórulaus hvernig sem á er litið

Halldór Jónsson, 18.12.2019 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband