Þarf að fækka hamlandi atriðum varðandi Akureyrarflugvöll.

Þegar flugstjóri flugvélar þarf að ákveða, hvort hann flýgur til varaflugvallar, og í framhaldi af því, hvaða flugvöllur verði fyrir valinu, skiptir miklu máli, hvort og þá hve mörg hamlandi atriði virka hamlandi á ákvörðun hans. 

Sumum atriðum er erfitt að breyta. Á Egilsstöðum eru það atriði eins og fámennara samfélag og minni möguleikar á þjónustu en í tífalt fjölmennari byggð á Akureyri, og meiri fjarlægð suður. 

Á Akureyri blasir við mun meira og hærra fjallalandslag sem gerir aðflug vandasamara og tvísýnna, og enginn skyldi vanmeta þetta atriði, sem snertir djúpt ábyrgðartilfinningu flugstjórans hverju sinni. 

Öðrum atriðum er hægt að breyta á báðum stöðum, og hvað Akureyri snertir, skiptir það afar miklu að lagfæra þau sem best, svo að þau leggist ekki þungt að óþörfu ofan á hamlandi áhrif fjallalandslagsins á aðflugið. 

Á báðum stöðum bráðvantar endurbætur á flugvallarmannvirkjunu sjálfum, flughlöðum og stæðum á báðum stöðum og flugbrautinni á Egilsstöðúm. Brautin mætti alveg vera lengri á Akureyri. 


mbl.is Frekari uppbygging Akureyrarflugvallar fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er Sauðárkróksflugvöllur miklu hagkvæmari en hinir báðir til samans.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 22.12.2019 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband