Geta útskiptanlegar rafhlöður liðkað fyrir orkuskiptum?

Stærðin, þyngdin og vesenið í kringum rafhlöðurnar á refbílum eru sennilega mesta hindrunin í vegi fyrir orkuskiptum. 

Erfitt eða jafnvel ómögulegt er víða að ná samkomulagi í fjölbýlishúsum um hleðslu rafbíla. 

Sem dæmi má nefna margar nýbyggðar blokkarsamstæður með allt upp í hundrað íbúðum, þar sem hinn hefðbundni bensínknúni einkabíll virðist hafa verið eina viðmiðið varðandi farartækjaeign.Super Soco CPx

Í notkunarbæklingi síðuhafa sem fylgdi hinum örsmáa tveggja sæta rafbíl hans, er sérstaklega tekið fram, að það dragi úr endingu rafhlaðnanna ef aðeins séu notaðar hraðhleðslustöðvar. 

Minnst tvisvar í mánuði þurfi að hlaða bílinn rólega alveg upp í topp, og helst hálfri til tveimur stundum lengur til þess að rafaflið geti dreifst sem best um sellurnar. 

Þessum drjúga lokakafli hleðslu megi líkja við það þegar pumpað er í dekk. Verkið gengur hægar og þyngra eftir því sem lengur líður á. 

Síðustu misseri hefur verið í gangi hröð tæknibreyting varðandi rafhjól hvað snertir útskiptanlegar rafhlöður, og hér á bloggsíðunni var nýlega greint frá litlum rafbíl, þar sem slíkt fyrirkomulag er. Gogoro. Skiptistöð

Rafhjólin, sem hafa verið auglýst og sýnd í Elkó; eitt er sýnt á mynd hér að ofan, eru dæmi um hratt fjölgandi rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum, sem notendurnir geta tekið með sér inn í íbúð sína og hlaðið þar. 

Er um eina til þrjár rafhlöður að ræða á hverju hjóli, ca 8-10 kíló á þyngd hver. 

Myndin er af einni af 757 skiptistöðvum á 350 þúsund manna höfuðborgarsvæði Tæpei á Tævan. Kannski styttist í að yfirfæra svona kerfi á smáa rafbíla. 

Framleiðandi Super Soco rafhjólanna hefur boðað komu stærra rafhjóls, sem nær 90 km hraða og kemst á annað hundrað kílómetra á hverri hleðslu á útskiptanlegum rafhlöðum. 

Lítill tveggja manna splunkunýr rafbíll, var sýndur á stórri bílasýningu nýlega.Rafbíll Frankfurt

Mynd af af honum var hér á síðunni um daginn, og hann verður líklega með varla minna en sex 20 kílóa útskiptanlegar rafhlöður með allt að 120 kílóa heildarþyngd. 

Það er slatti að bera, en samsvarar þó því að flytja til sex fulla 20 lítra bensínbrúsa í þremur ferðum. 

Og ekki má gleyma því varðandi svona búnað, að ævinlega er líka hægt að hlaða rafhlöðurnar kyrrar í farartækinu á hefðbundinn hátt, ef aðstaða er til þess. 

Í framtíðinni má sjá fyrir sér litla rafbíla með rafgeyma-skúffubúnaði, þar sem allt að 20 kílóvattstunda rafhlöðustykki sé rennt inn í bílinn eftir að svipað stykki hefur verið tekið út, þar sem bíllinn stendur á meðan á til þess gerðri skiptistöð.  


mbl.is Skipta gæðum í þágu orkuskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú eru liðin nokkuð mörg ár síðan ljóst var að rafbíllinn yrði arftaki bíla með sprengimótor. Hér á landi hafa stjórnvöld um nokkurn tíma talað fyrir þessari breytingu og m.a. liðkað fyrir henni með niðurfellingu innflutningsgjalda, sem er vissulega gott.

Það er hins vegar með öllu óskiljanlegt hvers vegna enn er ekki búið að breyta byggingareglugerð og setja þar inn kröfur um að allar nýjar íbúðir skuli vera útbúnar möguleika á tengingu rafbíla.

Varðandi fjölbýlishús er málið örlítið flóknara, en langt í frá óleysanlegt. Við einbýli, tvíbýli og raðhús er þetta hins vegar ofur einfalt. En þarf þó að framkvæma það.

Að framkvæma þessa aðgerð á byggingarstigi er bæði hagkvæmara og einfaldara. Hins vegar virðist vera svo að lög þurfi til að byggingaraðili leggi í þann litla kostnað.

Um útskiptanlegar rafhlöður hef ég áður ritað athugasemd á þessari síðu og stendur hún. Þar erum við sammála.

Gunnar Heiðarsson, 20.12.2019 kl. 09:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef reynt að fylgjast með þessum málum frá upphafi og hlustað á staðkunnuga menn á  fræðslufundum lýsa vandanum. 

Samkvæmt því hefur það hinggað til oft farið þannig, að aðeins hefur þurft einn harðan andstæðing rafbíla til þess að stoppa allar aðgerðir varðandi þá við fjölbýlishús.

En það hefur sést í fréttum að það sé verið að koma á lögum sem skylda húseignarfélög til þess að gefa kost á hleðslustöðvum við hús. 

Miðað við þann hávaða og læti sem tilvist rafbíla hefur valdið sums staðar í fjölbýlishúsum, er ekki víst að þetta gangi í gegn, því að andóf gegn þessu byggist á þeim rökum, að einn eða fleiri rafbílaeigandi í blokk geti "valtað yfir" alla aðra í blokkinni. 

Ómar Ragnarsson, 20.12.2019 kl. 17:38

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvar aetla menn ad nalgast allt thad hraefni sem tharf í ad framleida allar thessar rafhlodur? Hraefnid í thaer er ekki othrjotandi, frekar en jardefnaeldsneytid. Hversu morgum mannslifum er fornad og hversu mikil mengun og sodaskapur fylgir framleidslu og flutningi theirra rafhlada sem enda sem mengunarminnkun og syndaaflausn í hinum vestraena heimi. Hvert er kolefnissporid. 

 Skítt med thraelaríid í kobaltnámum og daudsfollin thar. Thetta er ju allt saman i Afriku, svo thad skiptir litlu, er vidmotid. Vid erum svo aedisleg, thvi vid mengum svo litid heima hja okkur. Fussumsvei bara.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.12.2019 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband