Samgöngur snúast um öryggi, hagkvæmni og hraða.

Ofangreind atriði virðast oft vera lengi að komast í framkvæmd.

Þó blasir við frá upphafi Íslandsbyggðar, að staðsetning Þingvalla og síðar Reykjavíkur sem miðstöðva valds og síðar einnig menningar og efnahagslífs voru byggðar á því að á Suðvesturhorni landsins lágu krossgötur samgangna milli fjölmennustu byggða landsins sitt hvorum megin við Reykjanesfjallgarðinn. 

Á okkar tímum liggur aðal flutningaleiðin frá Evrópu um sjó fyrir Reykjanesskagann, og lengir það siglingarleiðina frá Evrópu til fjölmennasta svæðis landsins um 150 kílómetra miðað við það að sigla til Þorlákshafnar. 

Því gegnir furðu, hve lengi það hefur dregist að auka notkun Þorlákshafnar til aukins hagræðis og hraða, þegar það á við. 

Einnig er undarleg sú andstaða, sem er gegn því að malbika og lagfæra veginn yfi Öxi, og stytta þar með hringveginn um 70 kílómetra. Andstaðan gegn því byggist aðallega á því að sá vegur gæti orðið ófær einhverja tugi daga á hverju ári, þegar hvort eð er yrði þá hægt að aka um firðina eystra. 

Og þessir dagar lokaðs vegar eru á þeim tíma árs, þegar umferð er hvort eð er langminnst. 

Sérkennileg er líka andstaðan gegn því að stytta hringveginn um 14 kílómetra við Blönduós í hagkvæmustu samgönguframkvæmd landsins. 

Við þetta má bæta andstöðunni við það að viðhalda því öryggi, hagkvæmni og hraða í flugsamgöngum sem felst í því að endurbæta Reykjavíkurflugvöll á þeim stað, sem hann er nú.  


mbl.is Tvöfalda flutningsgetu um Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband