Þjóðþrifamál þurfa að vera óháðari umdeilanlegri fjáröflun.

Umdeilanleg fjáröflun er sérkennilegt fyrirbæri hér á landi þegar um þjóðþrifastarfsemi eins og björgunarsveitir og háskóla er að ræða. 

Sífelldar rökræður um spilakassa sem uppsprettu ógæfu fjölda fólks og um árlega óvissu með eiturloft langt yfir heilsuverndarmörkum eru hvimleiðar fyrir þá, sem berjast fyrir góðum málefnum en þurfa að standa í slíku þrasi. 

Nú stefnir að vísu í minna eiturloft yfir höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld en hefur verið undanfarin ár, en það hlýtur að vera æskilegt og raunar sjálfsagt mál, að jafn mikið hugsjóna- og öryggismál og oflugar björgunarsveitir eru fái vaxandi stuðning af sameiginlegum sjóðum landsmanna, sem geri þær ekki eins háðar flugeldasölu og verið hefur. 


mbl.is „Björgunarsveitir lifa ekki án flugelda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eilífa sagan um hvort skattarnir okkar eigi að fara í að reka samfélagið eða í góðu málefnin sem eru stjórnmálamönnunum þóknanleg "af sameiginlegum sjóðum landsmanna"

Grímur (IP-tala skráð) 29.12.2019 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband