Hlutverkaskiptin í landhelgismálunum.

Sú var tíðin að Íslendingar háðu þrjú þorskastríð til þess að ná yfirráðum yfir fiskimiðunum á landgrunninu við Breta, en einnig komu Vestur-Þjóðverjar við sögu. 

En aðstæður geta breyst og það sýna hlutverkaskiptin, sem hafa komið upp i þessum efnum. 

Fyrir um aldarfjörðungi sóttu íslenskir togarar stíft í að veiða í Barentshafi, og fengu íslenssku togararnir að kenna á aðgerðum varðskipa Norðmanna. 

Það var athyglisvert, sem Guðmundur Kjærnested skipherra sagði í viðtali í sjónvarpi þegar hann var spurður um eðli átakanna í þessari deilu. 

Hann sagði íslenskus skiptstjórana kvarta sáran yfir bolabrögðum erlendu varðskipanna. 

Þegar hann var spurður, hvort hér væri ekki nokkurn veginn sams konar erjur og voru milli íslenskra varðskipa og Breta í þorskastríðunum þremur, játti hann því. 

Það var ansi athyglisvert. 

Á síðustu árum hafa Íslendingar sóst eftir að veiða í landhelgi Afríkuþjóða eins og kunnugt er, og eru þar ansi stórtækir, rétt eins og Bretar voru lengi vel á Íslandsmiðum sem stórveldi í togaraútgerð.  

Sagt er að þjóðir eins og Namibíumenn séu það skammt á veg komnir, að eðlilegt sé að erlend ríki eins og Íslendingar nýti sér stöðu sína á löglegan hátt. 

En Íslendingar voru sjálfir afar skammt á veg komnir í upphafi 20. aldarinnar og Bretar nýttu sér stöðu sína sem voldugt togaraveldi og mokuðu þorskinum upp á alveg löglegan hátt að þeirra mat. 

Svona geta nú orðið hlutverkaskipti milli þjóða, ekkert síður en einstaklinga; allt eftir aðstæðum.  


mbl.is Hótar Bretum þorskastríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Íslensku skipin voru að veiða utan við 200 mílna, lögsögu Noregs, Rússlands og verndarsvæðis Svalbarða, í Alþjóða sjó í Barentshafi. Norðmenn höfðu enga rétt til að skipta sér af þeim veiðum..  Bretar voru að veiða utan landhelgi íslands og vildu ekki viðurkenna réttmæti þess að færa landhelgina út í fyrst 12 mílur og síðan 50 mílur efnahags og síðast 200 mílna efnahagslögsögu.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.1.2020 kl. 17:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í pistlinum er aðeins rætt um hlutverkaskiptin en ekki um það hvort Íslendingar höfðu alltaf rétt fyrir, í hvaða hlutverki sem þeir voru í glímu togara og varðskipa. 

Bretar töldu sig vera að veiða löglega utan 4 mílna viðurkenndrar landhelgi Íslands  í 1. þorskastríðinu, veiða löglega utan 12 mílna viðurkenndrar landhelgi Íslands í 2. þorskastríðinu, og veiða löglega utan 50 mílna viðurkenndrar landhelgi Íslands í 3. þorskastríðinu.  

Ómar Ragnarsson, 12.1.2020 kl. 21:33

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bresku bæjirnir Hull og Grimsby biðu þess aldrei bætur hvernig niðurstaðan varð í þorskastríðunum. Sú saga hefur litla athygli fengið hér.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 23:28

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

1976 þegar síðasta þorskastríðið stóð yfir vorum við Guðjón Einarsson vaktstjórar í fréttunum og lögðum til að farið yrði í fréttaferðir til Hull og Grimsby til þess að heyra sjónarmið íbúanna þar. 

Sú tillaga fékk engan byr, þrátt fyrir það sjónarmið okkar að það væri hlutverk fjölmiðla að skoða ekki bara málið hér heima heldur einnig á sambærilegum stöðum í Bretlandi. 

Fyrir nokkrum árum komum við hjónin við í Grimsby í heimsóknarferð til Brighton í Bretlandi vegna útskriftar barnabarns úr háskólanum þar, en konan mín fékk að fara með vélstjóranum föður sínum í söluferð á togara til Grimsby þegar hún var á fermingaraldri. 

Munurinn á Grimsby nútímans og því, sem hann var þá, er áhrifamikill og ber vitni því hruni atvinnulífs, sem þar varð.  Hliðstætt því sem við höfum séð í draugabæjum í Klettafjöllunum þar sem forðum var mikill námagröftur. 

En mikinn myndarskap og ræktarsemi við horfnar kynslóðir og mannlíf má sjá bæði i Grimsby og í strandbæjum í Baskahéruðum Spánar þar sem við komum í haust, til dæmis áhrifamikil minnismerki um fiskimenn og fjölskyldur þeirra.

Og í Grimsby er vel við haldið gömlum síðutogara til minja um horfna tíð.    

Ómar Ragnarsson, 13.1.2020 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband