Langverst veður í Keflavík, mun betra í Rvík og enn betra fyrir norðan og austan.

Fróðlegt er að skoða veðurlýsingar frá flugvöllunum sem kenndir eru við Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum síðdegis í dag. 

Það hefur verið langverst í Keflavík, 23ja m/sek vindur með 29 í hviðum, rakastig 100%, skyggni niður í 200 metra, 02 km. Baula. Vetur

Á sama tíma eftir hádegið í dag var bjart í Borgarfirðinum, þar sem þessi mynd af Baulu var tekin um þrjúleytið, en fyrir neðan er mynd tekin um kl. fjögur í Biskupsbeygjunni á Holtavörðuheiði. 

Reykjavík: 7-8 m/sek vindur með 19 í hviðum, rakinn mun minni en í Keflavík og skyggnið 1600 til 3100 m.

Akureyri og Egilsstaðir: Enn ninni vindur og rakastig í kringum 60%, skyggnið um 30.000 metrar (30 km). Biskupsbeygj vetur

Það sem háir hins vegar varavöllunum þremur er hve mjög þeir og aðstæður við þær hafa verið látnir sitja á hakanum. 

Keflavíkurflugvöllur er sá eini sem hefur ekkert dempandi hálendi eða fjöll fyrir mestu úrkomu- og hvassviðris áttunum. 

Og miðað við veðrið á Reykjanesbrautinni þar sem mikil vandræði voru í dag en menn eru að gæla við Hvassahraunsflugvöll, yrði sá flugvöllur ekki í sama vari og núverandi Reykjavíkurflugvöllur er í algengustu óveðursáttunum. 

 


mbl.is „Ég hef aldrei lent í neinu svona áður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veðrið er yfirleitt best í höfuðborginni. Spurning hvort hægt sé að draga miklar ályktanir með veðrið undanfarna daga á suðurnesjunum. Er það ekki veðrið yfir lengri tíma sem gildir. Ég hef verið á því að innanlandsflugvöllur verði byggður í Keflavík þar sem utanlandsflugið er nú en Reykjavíkurflugvöllur verði þó áfram notaður sem flugvöllur reykvíkinga. Reyndar er ég líka á þeirri skoðun að hátæknisjúkrahús eigi að rísa þar en borgarsjúkrahús verði áfram sjúkrahús reykvíkinga. Veðrið er kannski ekki það besta á suðurnesjunum en mikil uppbygging hefur verið þar undanfarin ár og rugl að færa hann í Hvassahraunið með tilheyrandi kosnaði.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 13.1.2020 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband