Málið snýst um þær reglur, sem eigi að gilda um sjávarauðlindina.

Eins og oft vil verða um álitamál, er tilhneiging í gangi til að mála málefnið annað hvort hvítt eða svart. 

Sjá má núna á samfélagsmiðlum því haldið fram, að þeir sem gagnrýna kvótakerfið, vilji afmá allar reglur um fyrirkomulagið í sjávarútvegi. 

Sætir raunar tíðindum ef sósíalistinn Gunnar Smári Egilsson heldur slíku fram. 

Ætli það sé ekki sönnu nær, að deilt sé um það hvaða regluverki hefur verið beitt og er beitt á þessu sviði? 

Er þá fyrst til að taka upphafið sjálft fyrstu árin þegar þjóðinn stóð frammi fyrir því að ákveðnum hópi manna hafði verið afhent sjávarauðlindin í heilu lagi endurgjaldslaust og síðan í framhaldinu fengið færi á að selja kvótann, sem gekk kaupum og sölum. 

Gagnrýnendur þess kölluðu þetta ævinlega gjafakvótakerfið, því að það var ekki einu sinni hugað að því að finna út rétta auðlindarentu af auðlind, sem 83 prósent kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta sérstaklega 2012, vildu að væri alfarið í eigu þjóðarinnar.  

Í Þingvallalögunum frá 1928 segir að þingvellir séu ævarandi sameign íslensku þjóðarinnar sem aldrei megi selja né veðsetja. 

Lögin hafa nú gilt í tæpa öld án þess að menn haldi því fram að engar reglur gildi um þann auð sem felst í Þingvöllum. 


mbl.is Segir kvótakerfið brot gegn íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að kvótakerfið er gott

en þér finnst að það þurfi að útfæra það á annan hátt

Grímur (IP-tala skráð) 13.1.2020 kl. 20:10

2 identicon

Íslenskt samfélag hefur frá fyrstu verbúðinni talið hagnað útgerða af hinu illa og gróða vera þjófnað. Útgerð sem ekki er rekin með tapi og haldið uppi með reglulegum framlögum úr einhverjum sjóðum á engan rétt á sér og kallar bara á hækkun skatta og gjalda. Það er innbrennt í innræktaðan Íslendinginn.

Vagn (IP-tala skráð) 13.1.2020 kl. 21:01

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvernig færðu það út Vagn, að íslenskt samfélag telji hagnað útgerða af hinu illa? Það er heldur þvert á móti, en fólki hins vegar blöskrar hvernig staðið er að stjórnun kvótakerfisins, þar sem ekki einungis fáir sitja að kötlunum, heldur einnig það að aðskilja ekki veiðar og vinnslu eins og tíðkast viðasthvar, en útgerðarmenn segja íslenskar aðstæður svo sérstaklega sérstakar að slíkt fyrirkomulag hennti ekki, auðvitað henntar það þeim ekki. 

Jónas Ómar Snorrason, 14.1.2020 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband