Verður "slysagildran" öll úr sögunni fyrr en 2030?

Bót er að því að útfæra "hagkvæma" breikkun Reykjanesbrautar á milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahraus á nýjan og bættan hátt eins og boðað er í nýútkominni frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits.

En í fréttinni um þetta virðist ekki koma fram hvort það verði fyrr en 2030 sem endanlega verður lokið við alla breikkun Reykjanesbrautar, eins og nefnt var í fréttinni.  

Er þá er ekki annað aða sjá en að það sitji enn eftir hluti af einbreiðri "slysagildru" milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, og það allt til ársins 2030. 

Þetta er hálf neyðarlegt þegar þess er gætt hve það er í raun lítill hluti heildarleiðarinnar, sem er eins og mjór fleinn á þessari fjölförnu leið.  


mbl.is Hagkvæmast að breikka frá Krýsuvík að Hvassahrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill nú svo vel til að einmitt akkúrat núna er verið að breikka veginn milli Kaldársels og Krýsuvíkur afleggjaranna. Núna!

Verktaki er Ístak.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.1.2020 kl. 08:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsaka verð ég þetta, en síðast þegar ég fór þarna um var ekki að sjá að neitt væri að gerast frá Kaldárselsvegi að Vallahverfinu, og fyrir nokkrum dögum var fjallað um það að breikkun Reykjanesbrautar yrði endanlega lokið árið 2030. 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2020 kl. 11:36

3 identicon

Þá hefurðu ekki farið þarna um alveg nýlega.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.1.2020 kl. 12:17

4 identicon

Fer um áður nefndan kafla, sem verið er að breikka, nokkuð reglulega.

Voðalega finnst mér verkið ganga hægt.

Þó nokkuð margir dagar í desember, sem mér sýndist lítið vera að gerast.

Verklok eru með dagsetningu, vonandi stenst hún

Var á ferð í Danmörku sl. sumar.

Þar var unnið að tilfærslu og viðbót við hraðbraut.

Unnið var allan sólarhringinn, við vinnuljós á nóttunni, og ekki er rafmagnið ódýrt í Danmörku.

Að breikka Reykjanesbrautina, alla leið, og aðskilja aksturstefnur, er mikið öryggisatriði,

Þangað til, er mikilvægt, að ökumenn aki skv.umferðarlögum, aki eftir aðstæðum,  og virði hámarkshraða. 

Mér virðast fáir gera það.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 18.1.2020 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband