Þegar snjómökkur á ofsahraða breytist í hvíta "steypu".

Það þarf sérstaka hugarró fyrir þann, sem lendir í snjóflóði, til að lýsa lýst því rólega og yfirvegað eftir að hafa legið fastur í 40 mínútur, hvað gerist þegar snjóflóð stöðvast og leggst ofan á þann, sem þar er lendir í því. 

Lýsing Ölmu Sóleyjar Ericsdóttur frá Flateyri er aðdáunarverða skýr, og þótt orðalag hennar, hvernig öskrandi og þykkur snjómökkurinn breytist skyndilega í hvíta "steypu", eins og hún orðar það, þá er líklega ekkert annað orð, sem getur lýst þessu magnaða, en lífshættulega fyrirbæri betur. 

Samkvæmt vísindalegum lýsingun á eðli þessa fyrirbæris, er það nefnilega þannig, að gríðarleg orka myndast í flóðinu við það að æða í lausu formi áfram á allt að 200 kílómetra hraða og rífa upp með sér lausamjöll á leiðinni. 

Á undan fremsta flóðveggnum þrýstist loftbylgja áfram á ógnarhraða og ef hún verður fyrir fyrirstöðu getur hún ein og sér sprengt mannvirki í loft upp eða vaðið í gegnum gluggana inn í hús og út um gluggana hinum megin á ógnarhraða, eyðandi flestu, sem fyrir verður. 

En um leið og flóðið stöðvast og fellur dautt niður, þrýstist hið orkumikla loft út úr því, svo að ólgandi snjó-iðu-veggurinn breytist á augabragði í hvítt snjóþykkildi, sem er hart eins og steypa. 

Sá, sem þar lendir inni, getur sig hvergi hrært; Alma Sóley giskaði á tveggja sentimetra möguleika á hreyfingu, og þar með ástandi, sem líktist kviksetningu. 

Jafnvel tiltölulega litlar "spýjur" búa yfir ótrúlegu afli í krafti hraðans. 

Það sást vel í slíku fyrirbæri í Bolungarvík 1997, þegar mjó spýja braut sér leið inn í neðstu hæð húss og þaut í gegnum það með því, braut niður millivegg á leið sinni út um húsið hlémegin. 

Enginn var inni í herberginu þarna þá stundina, og var það mikil mildi. 

 


mbl.is Andaði djúpt og rólega til að spara súrefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Eftir að þeir varnargarðar
höfðu verið reistir, sem nú reyndi
á ef snjóflóð yrði, hafði verið gert ráð
fyrir að aðgerðum yrði stjórnað frá Bryggjuhúsinu
við höfnina.

Í spýjunni frá Skollahvilt fylltist það hins vegar af snjó
og augljóst að varnir á þessum stað, Skollahvilt, þarf
að hugsa upp á nýtt.

Gera má ráð fyrir því hvar lög skiptast á ísingu og snjó
sem á fellur að snjóflóð verði á ísalagi sem í leiðinni skýrir
kraft og hraða að því viðbættu sem fáir ef nokkrir nefna að
telja má næsta víst að flóðið fljóti á íslaginu og nái að
lyftast þá er það kemur að varnargörðum.

Þetta þarf að taka með í reikninginn þá tekur að drífa
og tungl veður í skýjum.

Húsari. (IP-tala skráð) 17.1.2020 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband