Felst öryggið í stærðarkapphlaupi?

Í viðtali í tengdri frétt á mbl.is um bandaríska bíla er því haldið fram, að þeir séu miklu öruggari en evrópskar druslur og að það ætti að vera keppikefli til að auka umferðaröryggi að fjölga amerísku drekunum sem allra mest og að einkabílar eigi helst að vera sem allra stærstir. Pallbíll, GMC

Einnig er því haldið fram að auka eigi útblástur á koldíoxíði en minnka í staðinn útblástur á níturoxíði. 

Amerískir bílar eru alveg nógu ágætir án þess að þessu sé haldið fram. 

Það er nefnilega ekki endilega samasemmerki á milli öryggis og stærðar. 

Það kom til dæmis furðu oft fram í árekstraprófunum fyrir nokkrum árum, að bandarískir pallbílar og minivan bílar fóru herfilega út úr þeim á sama tíma og miklu minni bílar stóðust prófanirnr mun betur. Kvikmyndir af þessu á Youtube eru afar sláandi. 

Þegar litið er á upplýsingar í handbókum um nýjustu bílana af árgerð 2020 koma nokkrir bandarískir bílar, svo sem Jeep Renegadee og Compass vel út með fimm stjörnur, en hins vegar er Jeep Wrangler með aðeins eina stjörnu, sem er óvenjulega léleg útkoma. Pallbíll. Dodge Ram

Síðan er sú ályktun byggð á skakkri forsendu, að með stórfeldri stækkun á bílum landsmanna muni stærð þeirra og þungi auka umferðaröryggi, því að þvert á móti mun hið þveröfuga verða niðurstaðan af slíku. 

Fjáraustur til kaupa á stórum drekum mun minnka það fé, sem þarf til úrbóta á gatna- og vegakerfi auk þess sem drekarnir taka aukalega gríðarlegt rými á götum og bílastæðum.

Og í ljósi þess hve vel hinir smærri bílar koma út í öryggisprófunum, allt niður í minnstu VW-bílana, sem eru með fimm stjörnur, má álykta í öfuga átt varðandi það að breyta bílaflotanum í safn af drekum, sem í krafti stærðar og ofurþunga valda skemmdum á smærri bílum í árekstrum.  Það myndi auka heildaröryggi að fækka óþarflega stórum drápstækjum. 

Í lokin er hins vegar hægt að taka undir það, sem sagt er í nefndu viðtali, að margir þurfa vegna atvinnu eða áhugamála á öflugum bílum að halda með góða dráttargetu. 

En að það þýðir ekki að nauðsynlegt sé fyrir sem flesta að fara að versla í Bónus á þriggja tonna amerískum drekum.  

 


mbl.is Hafðir fyrir rangri sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband