5.2.2020 | 23:48
Hvað sagði fólkið, sem verslaði tvisvar á ári?
Einhver minnisverðustu orðin, sem síðuhafi minnist að hafi fallið hjá viðmælendum á hálfrar aldar ferli frétta og heimildaþáttaviðtala, mælti hún Stella, sem bjó ásamt þremur bræðrum sínum í eyjunni Knarrarnesi undan Mýrum.
Fólkið á bænum fór aðeins tvisvar á ári í land í Borgarnes til að versla, á vorin og svo aftur á haustin.
Spurningin varðandi þetta var einföld: "Ef þið farið bara tvisvar í búð á ári, vantar ykkur þá ekki oft eitthvað?"
Svar Stellu var enn styttra og einfaldara en spurningin: "Nei, okkur vantar aldrei neitt nema einhvern óþarfa."
'
Hvetja fólk til að afþakka óþarfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.