"...heilsaði mér..."

Sum örstutt augnablik ævinnar geta orðið minnisstað fyrir það eitt hve óvænt þau voru, en ekki vegna þess að þau væru vitund merkileg. 

Eitt þeirra er frá árinu 1963, eða fyrir um 57 árum. 

Síðuhafi var þá í stuttum leiðangri til að skemmta Íslendingum Í New York og gekk eftir 5.troð inni í manngrúanum. Kemur þá allt í einu á móti honum, gersamlega á óvart, Kirk Douglas kvikmyndaleikari. 

Ósjálfrátt var stórleikaranum veifað og nikkað til hans höfði, og hinn "ofboðslega frægi" endurgalt kveðjun með álíka áhrifum og Stuðmenn lýstu síðar svo vel í lagi sínu.

Ekki tók hann þó í höndina á Íslendingnum unga, sem lét sér samt nægja þann hluta setningar Stuðmanna, sem fólst í orðunum "...heilsaði mér..."

Um það gilti hið fornkveðna að "litlu verður Vöggur feginn", því að eitt af því sem gerði þessar sekúndur minnisstæðar, var hvað hinn ofboðslega frægi virtist mun lægri vexti en hann sýndist í stórmyndunum. 


mbl.is Kirk Douglas látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Var hann ekki loftfimleikamaður áður en hann fór í bíóin? Þeir geta ekki verið langir.

Halldór Jónsson, 6.2.2020 kl. 16:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég held að það hafi verið Burt Lancaster, sem var í loftfimleikunum og mig minnir að hann hafi nýtt sér það vel á hvíta tjalinu. 

Ómar Ragnarsson, 6.2.2020 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband