Allt að 50 hnúta hliðarvindur á ská framan frá.

Þegar skoðaðar eru tölur um vindstyrk á Keflavíkurflugvelli milli klukkan þrjú og fimm nú síðdegis, sést að á því tímabili náði vindstyrkurinn 25 til 26 metrum á sekúndu í hviðum. 

Þótt lent væri upp í vindinn eftir föngum, stóð vindurinn ekki í brautarstefnu, heldur allt að 40 gráður á hlið, en slíkur hliðarvindur getur samsvarað tæplega 15 metrum á sekúndu, eða hátt í 30 hnútum. 

Þetta getur valdið hliðarátaki eða hliðarálagi á hjólabúnaðinn, sem búnaðurinn á samt að geta þolað án þess að brotna. 

Það vekur spurninguna um hvort fyrra hnjask eða brestur sé upprunalega orsök bilunarinnar, sem í slíkum tilfellum getur oft komið fram síðar. 


mbl.is Hjólabúnaður vélar Icelandair brotnaði í lendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband