PSA með sama nýja rafbílinn undir tveimur merkjum hér eins og hjá Dönum?

Þegar litið er í dönsku bílaárbókina Bilrevyen 2020 sést að á blaðsíðu 116 er bíllinn Peugeot E-208 rafbíllinn nýi, blái bíllinn á myndinni hér, en aðeins þremur blaðsíðum framar er annar nýr rafbíll, Opel Corsa-e, sem er nánast alveg sami bíll, þessi ljósrauði fyrir neðan, flest mál nákvæmlega þau sömu og sami vélbúnaður með 136 hestafla 300 nm vél og 50 kWst rafhlöðu og byggður á sama CMP undirvagni, þótt útlitið sé ekki alveg eins. Peugeot E-208 (2)Peugeot E-208 Active

Sem sagt; tvíburabílar á svipaðan hátt og Toyota Aygo og Peugeot 108. 

Þetta ætti ekki að koma á óvart, því að PSA-samsteypan er aðaleigandi bæði Peugeot og Opel, og samvinna Opel og Peugeot hófst áður en PSA eignaðist Ópel. 

Nú þegar er komin heilmikil hagræðing á milli Peugeot og Opel í formi sameiginlegra undirvagna og vél- og drifbúnaðar og Opel gerðirnar Karl og Adam eru til dæmis horfnar. Opel Corse-e

Fróðlegt verður að vita hvort og þá hvenær Opel Corsa-e er væntanlegur á markað hér til þess að veita systurbíl sínum samkeppni. 

Í Danmörku er verð þeirra nokkurn veginn hið sama eins og sést, en Opelinn er nýbúinn að fá verðlaun í samkeppnis samanburði rafbíla. 

Báðir þessir rafbílar verða í hörku slag í hraðfjölgandi rafbílum í verðflokki í kringum fjórar millur, þar sem 50 kWst rafhlaða á að geta gefið 330 km drægni við bestu sumaraðstæður samkvæmt WLPT staðli. 

Lausleg forskoðun á bensínbílnum Peugeot 208 leiddi í ljós ágætt rými frammi í en lakara afturí en það er býsna algengt meðal rafbíla, vegna rýmis, sem rafhlöður taka af innanhæðinni aftur í.   

Hjá Opel er Ampera-e að vísu verðflokki ofar en Corsa-e verður, en rými og rafhlaða eru mun meiri í Ampera-e.   

 


mbl.is Hreinn Peugeot rafbíll frumsýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband