Fljótlegt til að sjá stöðuna: Lesa textann á umbúðunum.

Utan á flestum gosdrykkjaflöskunum stendur, að í hverjum 100 ml séu um 40-42 hitaeiningar. 

Meðalmaður þarf um 2000 hitaeingingar á dag, þannig að þessar 40 sýnast litlu máli skipta. 

Öðru máli skiptir er neyslan er 10 dúsir, 330 ml hver. 

Þá verður sólarhringneyslan 1300 hitaeiningar eða meira en langleiðina í þá orku en manneskjan þarf. 

Ein hálfs líters flaska þykir ekki mikið, en í henni eru 200 hitaeiningar, eða meira en tíundu hluti sólarhringsþarfarinnar. 

Ef hálfs lítra flöskurnar eru tvær, er skammturinn orðinn 400 hitaeiningar. 

Og fjórar hálfs lítra flöskur, sem margir slurka í sig daglega, innifelur 800 hitaeiningar.

Sé síðan aðeins fjórum Prins Póló stykkjum bætt við, eitt að morgni, annað á hádegi og hið þriðja að kvöldi, eru þar komnar um 200 grömm með 800 hitaeiningar í viðbót, og bara þetta tvennt, súkkulaðið og gosið, gefur svo mikla orku, að aðeins það fer langt í að anna allri orkuþörfinni, án þess að neitt annað sé étið. 


mbl.is Skipti yfir í sykurlaust gos og léttist um 40 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband