Þróunin er í áttina að hreinum rafbílum.

Eitt stærsta skrefið í innrás notkunar rafhreyfla í bíla var þegar Toyota Prius var valinn bíll ársins í Evrópu upp úr síðustu aldamótum. 

Á þeim tíma hafði Toyota forystu á þessu sviði svonefndra hybrid-bila, en ákvað að sækja lengra í átt frá hreyfli knúnum jarðefnaeldsneyti með því að þróa vetnisbíla. 

Núna er Toyota í fararbroddi í smíði slíkra bíla, en Honda og Hyundai fylgja fast á eftir. 

Stærsti kostur vetnisbílanna er sá, að aðeins tekur 3-5 mínútur að hlaða orku inn á slíka bíla, sem er meiri hraði en fæst við hleðslu á eldneytisknúnum bíl og margfalt meiri hraði en á venjulegum rafbíl.  

Gallarnir felast í dýru verði vetnisbíla og skorti á kerfi hleðslustöðva fyrir vetnisbíla, því að þrátt fyrir uppgefið drægi allt að 650 kílómetra á hleðslu, verður bitastætt hleðslustöðvakerfi að vera fyrir hendi. 

Skorturinn á hleðslustöðvakerfinu er einfaldur; yfirgnæfandi meirihluti bílaframleiðenda veðjaði eingöngu á þróun bíla, sem eru eingöngu með rafafl sem orkubera. 

Tengiltvinnbílar hafa þann kost að hægt er að aka þeim á eldsneyti eingöngu ef rafaflið þrýtur vegna þess hve rafdrægni slíkra bíla er lítil, aðeins um 30-50 kílómetrar. 

Þá er gott að hafa aðgang að hinu geysivíðtæka neti bensínstöðva um allt land.

En það þýðir jafnframt þann ókost, að ökumennirnir hyllist til að aka nær eingöngu fyrir afli eldsneytis og eyða jafnvel meira af því en á sambærilegum bíl, sem hefur aðeins brunahreyfil en verður að bera þungt kerfi rafaflsins, einkum þunga rafhlaðnanna. 

Sé mikið um slíkan akstur, bitnar það á árangri af aðgerðum gegn kolefnisútblæstri. 

Gallinn að þessu leyti við hybrid-bíla eins og Prius, er svipaður og í tengil-hybrid bílum, einkum í samfelldum utanbæjarakstri, og af þessum sökum er þróunin, bæði hjá yfirvöldum og framleiðendum, að stuðla aðallega að þróun hreinna rafbíla og innviðakerfis fyrir þá. 


mbl.is UX 300e fyrsti rafbíll Lexus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband