"Þetta reddast" hugarfarið þrátt fyrir appelsínugular viðvaranir.

Appelsínugul viðvörun er næstalvarlegasta viðvörunin á vegum landsins á eftir rauðri viðvörun,  og liggja aðvaranir þessar venjulega fyrir með nokkurra dægra fyrirvara ásamt spám um vind, úrkomu og lofthita, sem liggja við mörk fárviðris, og flughállar hálku í krapa eða snjó. 

Samt er eins og þetta hrífi ekki á marga vegfarendur eins og öll vandræðin, útköllin, strandaglóparnir, óhöppin og slysin bera vitni um. 

Hugarfarið "þetta reddast" hefur hingað til verið hermt upp á Íslendinga sérstaklega, en virðist orðið býsna alþjóðlegt í hinum mikla straumi erlendra ferðamanna undanfarin ár. 


mbl.is Strandaglópar úti um allt í Öræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband