Borgardrengurinn, sem gerði gagnmerka dreifbýlismenningu að ævistarfi.

Hallgrímur Sveinsson var einn af mörgum ógleymanlegum bekkjarsystkinum síðuhafa í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu á árunum 1953 til 1955. 

Þótt þessi bekkjarsystkin sætu aðeins tvo vetur í skólanum, varð hópurinn einstaklega samhentur og skemmtilegur. 

Hallgrímur var vörpulegur og knár og driffjöður í íþróttum og skólalífi og fas hans allt gaf til kynna, að hann væri líklegur til afkasta og verka. 

Engan óraði fyrir því þegar hann útskrifaðist úr Kennaraskólanum og hóf kennslu í Reykjavík,  að leið hans myndi liggja út á land þar sem hann ætti eftir að skila óvenjulega gjöfulu ævistarfi, eins og yfirlit yfir æviferil hans ber glöggt með sér. 

Leiðir okkar lágu oftast saman meðan hann var staðarhaldari á Hrafnseyri og stóð fyrir því að myndarlega væri staðið að varðveislu minningar Jóns Sigurðssonar, sem þar lagði í uppvexti sínum í dreifbýli grunninn að mikilsverðu starfi bæði suður í Reykjavík og í Kaupmannahöfn.  

Hallgríms er sárt saknað og samúðarkveðjur streyma vestur. 

 


mbl.is Andlát: Hallgrímur Sveinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband