Kústurinn er lykillinn að margföldum afköstum í snjóhreinsun.

Einfaldur kústur með mjúku hári er lykilatriði varðandi það að hreinsa snjó af bílum á sem fljótlegastan og afkastamestan hátt. Það er að minnsta kosti reynsla þeirra, sem notað hafa þessa aðferð. Áður hefur verið bent á þetta hér á síðunni, en miðað við það sem sjá má á mörgum bílum þessa dagana, virðist þessi vísa ekki of oft kveðin. 

Kústur 2.

Það er ekki nóg með að hægt sé að hreinsa ofan af þökum bíla, ef svo ber undir, heldur einnig að sópa snjónum í burtu á leiðinni að bílnum og í kringum hann. 

Fyrirfram sýnist kannski rétt að óreyndu að afskrifa þessa lausn á þeim forsendum að svona kústur sé alltof fyrirferðarmikill og komist ekki fyrir í bílnum eins og sköfurnar gera. 

En þetta reynist misskilningur, því að kústskaftið er langt og mjótt og fellur vel langsum inni í bílinn á milli sætanna, og er þá sjálfur kústurinn hafður aftast en endinn á kústskaftinu fremst. Kústur 4

Fyrir neðan kústinn sést glytta í hvítt skaftið á venjulegri snjósköfu á milli sætanna. 

Það kom mjög á óvart þegar prófað var að koma svona gólfkústi fyrir í minnsta tveggja manna bílnum, sem er nú í umferð hér á landi, og reyndist það auðvelt. 

Í snjóatíð er hann þarna tiltækur og afköstin eru margföld á við afköst sköfunnar, sem líka er geymd í bílnum. Kústur 3 (2)Kústur 5

 


mbl.is Dæmi um hvernig á ekki að hafa bifreiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Á Olís í Hamraborg fékk ég sköfu og kúst með lengjanlegu skafti sem er algert afbragð sem ég bendi  þér á Ómar að skoða.

Halldór Jónsson, 25.2.2020 kl. 13:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég fer nú bara út með eldhúskústinn (sem er sjaldan notaður í annað á ryksugutímum) og hef gert í áratugi.  Besta snjóhreinsunartækið á bílinn, en dugir að vísu ekki á ísinguna.

Kolbrún Hilmars, 25.2.2020 kl. 14:03

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, kústur fer ekki vel með lakkið á bílnum.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 25.2.2020 kl. 20:40

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef svo er, þá fer sá hluti stóru sköfunnar, sem er með kústhárum, heldur ekki vel með bílana. Þessi kústur minn er með afar mjúkum hárum. 

Ómar Ragnarsson, 25.2.2020 kl. 22:31

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Þess vegna ættu allir bílar að vera inn í bílskúr! wink

Helgi Þór Gunnarsson, 28.2.2020 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband