1.3.2020 | 23:34
Verðum við rekin út erlendis, af því að Ítalir hafa smitað okkur?
Nú eru nú ný COVED-19 tilfelli byrjuð að detta inn, og sýnist langlíklegast að þessir Íslendingar hafi smitast af Ítölum á ferð sinni þar í landi.
Ísland er sem sagt komið í hóp COVED-19 landanna voðalegu og það verði á allra vitorði hvarvetna, því að þegar hafa fréttirnar af því að veiran hafi numið land á öllum Norðurlöndunum, hafa verið sagðar erlendis, meðal annars á Ítalíu.
Það skyldi þó ekki vera að Íslendingar verði reknir út úr verslunum á Ítalíu fyrir það að þeir beri ítölsku veiruna til baka í heimamenn á Ítalíu?
Ítölum verið vísað á dyr hérlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
COVID-19 er veikin, SARS-CoV-2 er vírusinn og kóróna er hópurinn sem vírusinn tilheyrir. Kórónavírusar eru fjölmargir, bæði í dýrum og mönnum. Þeir sem smitast af SARS-CoV-2 geta veikst og þá eru þeir komnir með COVID-19. Rétt eins og þú getur, og hefur, smitast af kórónaveirunni HCoV-OC43 og vinni líkaminn ekki á smitinu þá færð þú kvefpest og jafnvel lungnabólgu sért þú með skaddað ónæmiskerfi.
Vagn (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 01:27
Að þú skulir vera hissa á svona viðbrögðum Ómar sýnir að þú skilur lítið í eðli málsins. Þetta er einmitt það sem gerist. Og þetta mun verða svona út um allt þjóðfélagið, sé ekki komið böndum á kínversku drepsóttina. Allir munu reyna að verja sig og sína. Það er frumskylda allra.
Þjóðverjar hrækja á Kínverska ferðamenn í Þýskalandi. Markaðurinn hrækir á aðila hans. Fólk missir vinnuna. Fólk deyr. Lönd lamast, birgðir verða ófáanlegar.
Þeir sem bera ábyrgð á því að þetta er að verða svona, eru í fyrsta lagi kínversk stjórnvöld, og á síðari stigum málsins eru það þau stjórnvöld í Evrópu sem aðhöfðust og aðhafast enn ekkert til að koma í veg fyrir þetta með því að nota þau verkfæri sem standa þeim til boða, en sem þau neita að nota, af pólitískum ástæðum.
Það er enginn eðlislægur munur á þessu og smitum í fjármálakerfum. Og enginn vill hafa peninga sína í banka þar sem þrjú prósent líkur eru á að þeir hverfi fyrirvaralaust, og að líkurnar á því aukist því lengur sem þeir standa inni á bankabók þinni í bankanum. Enginn sættir sig við þannig spilavíti.
Þetta er endurtekning á smitunum sem lögðu lönd ESB svo gott sem að velli 2009 og sem hafa ekki jafnað sig á því enn. Stjórnlaus smit sem alltaf enda eins.
Og hér með eru það íslensk stjórnvöld sem frá og með nú eru ábyrg fyrir þessu, og því sem verður frá og með nú.
Því verður ekki gleymt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.3.2020 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.