Eins konar risa Dyrhólaey í skýjunum.

Í ljósaskiptunum um klukkan hálf átta í kvöld tók risastór skýjabakki lengst vestur á Faxaflóa á því að búa til risaklakk, sem tók á sig mynd eins konar Dyrhólaeyjar úr skýjum með risastóru gati, sem þó náði ekki niður í sjó.

Erfitt var að átta sig á hæð þessa fyrirbæris, en kannski hægt að giska á 3000 metra hæð, tvo Snæfellsjökla hið minnsta.  Skýjagat. 1.

Myndirnar tvær voru teknar af fyrirbærinu, sem hvarf síðan á um það bil stundarfjórðungi.

Án þess að við því yrði spornað blasti verslun Bonus við Spöngina svo vel við á neðri myndinni, að halda mætti að þetta hefði komið svona fram sem auglýsing fyrir verslunina. 

En sú var auðvitað alls ekki hugsunin. Skýjagat 2.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þetta var ansi voldugt að sjá.

Sveinn R. Pálsson, 5.3.2020 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband