Baulan, einn af stöðum til eflingar hleðslustöðvarnetsins?

Í ýmsum athugunum á hleðslustöðvaneti landsmanna hefur komið í ljós, að þétta má þetta innviðakerfi víða, og að það ætti að verða eðlilegt í ljósi þess að rafbílum á eftir að fjölga og þar með eftirspurn eftir orku á öllum stöðvum. VW e-Up! Hleðslustöð

Sem dæmi má nefna leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þar hafa Borgarnes, Staðarskáli, Blönduós og Varmahlíð verið augljósir staðir fyrir öflugar stöðvar, en af ýmsum orsökum er bagalegt, ef kerfið er ekki þéttara, því að áfangarnir eru mislangir. 

Milli Borgarness og Staðarskála eru 90 kílómetrar, sem getur verið fulllangt í vissum ferðum, svo sem á bílum með litla drægni og langan hleðslutíma. Tazzari á hleðslustöð

Ódýrustu bílarnir sem framleiddir er á heimsmarkaðnum núna myndu eiga auðveldara uppdráttar ef stöðvunum er fjölgað. 

Miklu myndi breyta ef við Bauluna og í Víðihlíð yrði byggðar öflugar stöðvar, því að þá myndi leiðin milli Borgarness og Staðarskála styttast um 20 kílómetra. 

Víðhlíð er mun nær miðju leiðarinnar milli Reykjavíkur og Akureyrar en Staðarskáli og Blönduós. 

Þess ber að gæta, að drægnin sem fæst á hraðhleðslustöðvum er 20% minni en með lengri hleðslu, svo sem á upphafsstöðum ferðar. 

Þannig eru 92 kílómetrarnir frá Akureyri með hámarks drægni auðveldari en 90 kílómetrarnir á milli Staðarskála og Borgarness, þar sem notast verður við hraðhleðslu í Staðarskála.   


mbl.is Skeljungur kaupir rekstur Baulunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband